Hafréttardómstóllinn: skylda að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda

0
15
Vanuatu er eitt þeirra eyríkja sem leituðu álits dómsins.
Vanuatu er eitt þeirra eyríkja sem leituðu álits dómsins. Mynd: Lilyana Zivkovic/Unsplash

Hafréttarsáttmálinn. Loftslagsbreytingar. Alþjóðahafréttardómstóllinn hefur gefið út ráðgefandi álit þess efnis að ríkjum beri skylda til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda til að vernda hafið fyrir afleiðingum loftslagsbreytinga.

Tómas H. Heiðar er forseti Alþjóða hafréttardómstólsins, en í honum sitja tuttugu og einn dómari.

Tómas H. Heiðar forseti Alþjóða hafréttardómstólsins.
Tómas H. Heiðar forseti Alþjóða hafréttardómstólsins. Mynd: Alþjóða hafréttardómstóllinn.

Álitið er ekki bindandi heldur aðeins ráðgefandi. Engu að síður er hann sigur fyrir eyríki sem verða harðast fyrir barðinu á loftslagsbreytingum. Eyríkin, sem höfðuðu málið fyrir dómstólnum telja að úrskurðurinn sé “sögulegt augnablik”.  Alls stóðu þrjátíu og fjögur ríki, þar á meðal eyríki á borð við Antigua og Barbuda, Vanuatu og Tuvalu, að málsókninni og fjögurra alþjóðasamtaka.

Fyrsta álit alþjóðlegs dómstóls

Þetta er í fyrsta skipti sem alþjóðlegur dómstóll lætur til sín taka með þessum hætti á sviði loftslagsmála.

Dómarar við Alþjóðahafréttardómstólinn.
Dómarar við Alþjóðahafréttardómstólinn. Mynd: Alþjóðahafréttardómstólinn.

sem situr í Hamborg í Þýskalandi komst að þeirri niðurstöðu að losun gróðurhúsalofttegunda fæli í sér mengun í hafinu og nyti því verndar Hafréttarsáttmálans. Hann hefur verið staðfestur af 169 ríkjum frá því hann var samþykktur árið 1982.

Því næst komust dómararnir tuttugu og einn að þeirri niðurstöðu að Hafréttarsáttmálinn skyldaði ríki að grípa til allra nauðsynlegra ráða til að minnka og ná stjórn á mengun sem losun gróðurhúsalofttegunda kynni að valda.

Talið er að hafið drekki í sig 30% losunar gróðurhúsalofttegunda og 90% hlýnunar sem þær valda.