8 milljarðar: 10 staðreyndir um heimsbyggðina  

0
567
Átta milljarðar.
Átta milljarðar. Jacek Dylag on Unsplash

Mannfjöldi. Jarðarbúar eru orðnir átta milljarðar talsins frá og með deginum í dag 15.nóvember 2022. Mikla mannfjölgun á jörðinni má þakka bættri lýðheilsu, næringu, hreinlæti og lyfjum.

Hér eru tíu staðreyndir um íbúa jarðar í tilefni dagsins.

  1. Fjölgunin úr sjö í átta milljarða tók tólf ár

8 milljarðar. Helmingur býr í Asíu.
8 milljarðar. Helmingur býr í Asíu. Mynd: Ryoji Iwata/ Unsplash

Það tók tólf ár fyrir mannkynið að fjölga sér um einn milljarð úr sjö í átta milljarða. Talið er að íbúafjöldi jarðar nái hámarki á níunda áratugi aldarinnar og verði þá 10.4 milljarðar. Talið er að sú íbúatala verði nokkuð stöðug fram á næstu öld.

  1. Hægir á fjölgun

Fjölgun um einn milljarð til viðbótar mun taka um það bil 15 ár. Búast má við að heimsbyggðin telji níu milljarðar árið 2037. Slíkt er til marks um að það sé farið að hægja á fjölgun jarðarbúa.

Næstu áratugir munu einkennast af því að fjölgunarinnar, sem á rætur til mikillar frjósemi fyrri kynslóða, verður vart áfram, þrátt fyrir að fækkun barnsfæðinga. En eftir hálfa öld minnkandi frjósemi mun hægja á vextinum.

Hver kona innan Evrópusambandsins eignast að meðaltali 1.5 barn.

  1. Þéttbýlasta ríki Evrópu

Átta milljarðar. Mónakó er þéttbýlasta ríki Evrópu.
Átta milljarðar. Mónakó er þéttbýlasta ríki Evrópu. Mynd: Julien Lanoy/Unsplash

Mónakó er eitt þéttbýlasta land Evrópu og heimsins. Árið 2016 bjuggu þar rúmlega 25 manns á hvern ferkílómetra. Ísland var aftur á móti með minnst þéttu byggð í Evrópu eða 3 íbúa á ferkílómetra.

  1. Lengra líf

Árið 2019 voru lífslíkur í heiminum að meðaltali 72.8 ár við fæðingu.  Meðalævilengd karla á Íslandi var 81,2 ár árið 2020 og meðalævilengd kvenna 84,3 ár.

Lífslíkur í Evrópusambandsríkjunum voru 80.4 ár.

Í lagtekjuríkjum í heiminum voru lífslíkur hins vegar um 63 ár eða næstum 10 árum lægri en heimsmeðaltalið.

Lengst allra í Evrópu lifa Korsíkubúar, 84 ár að jafnaði og fylgdu eyjarskeggjar annarar sólríkrar Miðjarðarhafseyjar í kjölfarið, en á Majorka eru lífslíkur 83.9 ár og 83.8 í Epirus-héraði í Grikklandi. Lægstu lífslíkur við fæðingu í Evrópu eru í Búlgaríu.

  1. Næstum 5% fleir konur en karlar í ESB

1.janúar 2021 bjuggu 229 milljónir kvenna í ESB ríkjunum en 219 milljónir karla.

Fleiri strákar en stelpur fæðast þó í heiminum. Fyrir hverjar 100 stúlkur fæðast 106 drengir, en konur lifa hins vegar lengur en karlar víðast hvar í heiminum.

  1. Fleiri en fimmti hver í ESB eldri en 65

Árið 2019 var 20.8% íbúa í Evrópusambandsríkjunum 65 eða eldri. Sífellt fleiri ESB-búar eru á eftirlaunaaldri en að sama skapi fækkar hlutfallslega fólki á vinnualdri.

  1. 281 milljónir búa utan fæðingarlands síns

 Átta milljarðar
Átta milljarðar. Mynd: Ryoji Iwata/Unsplash

29 af hverjum 30 búa í fæðingarlandi sínu, en sífellt fleiri sækja til annara landa.

  1. 44.1 er miðgildi aldurssamsetningar í ESB

Það þýðir að helmingur íbúanna er eldri en 44.1 ár.

Lægsta miðgildið í Evrópusambandinu er 35.9 ár í Brussel, að ógleymdum frönskum svæðum í Suður-Ameríku (Gínea) og Mayotte (Afríku) þar sem miðgildið er 17.7 og 26.3 ár, en einnig má nefna Melilla hina spænsku (34.4) sem er í norður Afríku.

  1. Tvær milljónir dauðsfalla af völdum COVID-19

 COVID-19 heimsfaraldurinn hefur tekið sinn toll. Frá upphafi hefur faldurinn kostað tvær milljónir manna lífið innan Evrópusvæðis Alþjóða heilbrigðismálastofnunarinnar (WHO).

Átta milljarðar. Innan skamms verða Indverjar fjölmennasta þjóð heims.
Átta milljarðar. Innan skamms verða Indverjar fjölmennasta þjóð heims. Mynd: Pavan Gupta/Unsplash
  1. Indland og Kína eru fjölmennustu ríki heims

 2022 býr meir en helmingur mannkynsins í Asíu. Indverjar og Kínverjar eru hvorir um sig 1.4 milljarður og eru fjölmennustu þjóðir heims. Kínverjum fjölgar ekki lengur og gæti farið að fækka frá og með næsta ári, 2023. Indverjum fjölgar og er búist við að þeir skjóti Kínverjum ref fyrir rass og verði fjölmennasta þjóð heims.

Sjá nánar hér, hér,  hér og hér