Kreppir að í Suður-Súdan

0
459

 

food Sudan

26. ágúst 2013. Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna telur að 84 milljónir dollar vanti til þess að hægt sé að aðstoða 2.8 milljónir manna í Suður-Súdan þar sem fæðuóröyggi ríkir.

 

 

Matvælaáætlunin (WFP) aðstoðar nú 1.7 milljónir manna um allt landið en segir að ef auka eigi fjölda þeirra sem fái aðstoð, sé aukinna fjárveitinga þörf.
Í síðasta mánuði hóf WFP neyðaraðstoð við Jonglei ríki en þar hefur matvælum verið komið til þrjátíu þúsund manna með þyrlum en þörf er á að koma 60 þúsund manns til aðstoðar fyrir lok ársins.
Að sögn Sameinuðu þjóðanna þjást fjórar milljónir manna vegna fæðuóöryggis í Suður-Súdan, um 70 hafa flosnað upp frá heimilum sínum frá byrjun ársins en auk þess eru 220 þúsund flóttamenn í landinu, aðallega frá Súdan.