Á hverjum degi flýja þúsund Afganir heimili sín

0
465
Afganistan Photo OCHAMohammad

Afganistan Photo OCHAMohammad
18.maí 2016. Um eitt þúsund Afganir hafa orðið að flýja heimili sín á hverjum einasta degi frá ársbyrjun vegna átaka í landinu.
Hjálparstarfsmenn eiga í vök að verjast vegna mikilla þarf flóttafólks í héruðunum Kunduz, Herat og Uruzugan, að sögn OCHA, samræmingarskrifstofu mannaðúraðstoðar hjá Sameinuðu þjóðunum.

Samkvæmt skýrslu sem OCHA tók saman í apríl hafa átök blossað upp með vorinu í Afganistan. 22,400 manns hafa flúið heimili sín í Kunduz í norðausturhluta Afganaistan.

Öryggisástandið þar versnar sífellt og tugir þúsunda hafa flúið heimili sín. Illa gengur að koma hjálpargögnum til nauðstaddra, enda hefur fólk flúið til afskekktra byggðarlaga.

“Uppflosnaða fólkið í Kunduz hefur þurft að þola ítrekuð áföll,”segir Gift Chatora. “Sumir hafa þurft að flýja tvisvar til þrisvar sinnum og stand mjög höllum fæti.”