Fyrsti leiðtogafundur um mannúðarmál

0
499
Humanitarian summit

Humanitarian summit

19.maí 2016. 80 ríki munu senda fulltrúa sína á fyrsta leiðtogafund Sameinuðu þjóðanna um mannúðarmál, þar á meðal málefni flóttamanna, sem haldinn er í Istanbúl í Tyrklandi 23.-24.maí.

 

45 oddvitar ríkja eða ríkisstjórna munu sækja fundinn. Markmið fundarins er að stilla saman strengi í mannúðarmálum. Tölurnar tala sínu máli. Meir en 130 milljón manna þurfa á mannúðaraðstoð að halda og fjöldinn fer sífellt vaxandi. Um 41 milljón er á vergangi innan landamæra heimalands síns vegna átaka og ofsókna og rúmlega 20 milljónir hafa flúið land. Þá flosnuðu 19.2 milljónir manna upp á árinu 2015 einu vegna náttúruhamfara í 113 ríkjum.

Option A1Í kjallaragrein sem birst hefur í dagblöðum víða um heim segir Stephen O´Brien, samræmandi mannúðaraðgerða Sameinuðu þjóðanna að samtökin og samstarfsaðilar þeirra hafi óskað eftir framlögum að aindvirði tuttugu og eins milljarðs Bandaríkjadala til að sjá 91 milljón manna fyrir brýnustu lífsnauðsynjunum í 40 ríkjum.

„Þrátt fyrir þetta vantar 17 af þessum 21 milljón dala og því getum við ekki hjálpað fólki sem í mörgum tilfellum hefur tapað aleigunni, » skrifar O´Brien.

Á þriggja daga fundinum verður, að sögn O´Brien, leitast við að leggja línur um hvernig bregðast á við mannúðarkrísum og auknum kostnaði við hjálparstarf.

Leiðtogar alþjóðlegra hjálparsamtaka og fulltrúar einkageirans eru á meðal 6 þúsund ráðstefnugesta en fundurinn hefur verið í undirbúningi í 3 ár.

Leiðtogafundinum er ætlað að vera drifkraftur í alheimsaðgerðum til að bregðast við því að 60 milljónir manna í heiminum hafa verið þvingaðar til að yfirgefa heimili sín. Búist er við að á fundinum muni leiðtogar tilkynnia um áþreifanlegar skuldbindingar til að vinna saman að því að styðja betur við bakið á uppflosnuðu fólki auk ríkjanna sem taka við þeim. Þar á meðal er búist við yfirlýsingum um fjárhagsaðstoð og stefnuyfirlýsingar um stuðning við flóttamenn og uppflosnað fólk innanlands af hálfu ríkisstjórna og annara aðgerða, þar á meðal í einkageiranum.

Búist er við skuldbindingum um varanlegar lausnir í málefnum flóttamanna og uppflosnaðs fólks, þar á meðal markmið um að draga úr fjölda fólks sem er á vergangi innanlands um 50% fyrir 2030.

„Þegar Ban Ki-moon, aðalframkvæmdastjóri boðaði til fyrsta alheimsleiðtogafundarins um mannúðarmál fyrir fjórum árum viðurkenndi hann að óbreytt ástand væri ekki valkostur,” skrifar O´Brien, samræmandi mannúðarmála hjá SÞ. „Nú hefur þetta málefni aldrei verið brýnna. Heimsleiðtogar, hvort heldur sem er á vegum ríkja eða almannasamtaka, Sameinuðu þjóðanna og samtaka þeirra, verða að leitast við að finna lausn á þeim veruleika sem við blasir þar sem við virðumst vera að missa tökin á því að mæta mannlegum þörfum nauðstadds fólks.”