About Vakandi

0
610
Vakandi-logo 400

Vakandi-logo 400Vakandi eru samtök sem vilja stuðla að vitundarvakningu um sóun matvæla. Á Íslandi er talið að þriðjungur þeirra matvæla sem framleiddur er, endi sem sorp á einn eða annan hátt. Þessi sóun á sér stað á öllum stigum; í ræktuninni, strax við uppskeru, við flutning, hjá framleiðendum, í verslunum, í mötuneytum á veitingastöðum og hjá neytendum.
Vakandi telur það vera okkar samfélagslegu ábyrgð að stemma stigu við þessum. Við viljum taka málefnið föstum tökum og vinna í sameiningu að því að minnka sóun. Við teljum það skyldu okkar að skilja eitthvað eftir fyrir komandi kynslóðir þannig að það þrífist líf þegar afkomendur okkar vaxa úr grasi.
Sóun á mat veldur mikilli umhv erfismengun, hækkar verð á matvælum og þegar við hendum mat, hendum við peningum.
Verum vakandi og stuðlum í sameiningu að því að hætta að sóa mat.

Forsvarsmaður samtakanna er Rakel Garðarsdóttir: [email protected]

Sjá facebook-síðu Vakandi.
www.facebook.com/pages/Vakandi/232583466923742?notif_t=page_invite_accepted