Að hindra þjóðarmorð

0
850
75 ára afmæli Sameinuðu þjóðanna

 75 ára afmæli – 75 dæmi um að Sameinuðu þjóðirnar skipti sköpum ??

Pólski lögfræðingurinn Raphäel Lemkin bjó til hugtakið “þjóðarmorð” (genocide) árið 1944. Lemkin reyndi með því að finna orð yfir Helförina. Einnig vildi hann lýsa þeim verknaði þegar heilum þjóðum, kynþáttum og trúarhópum hafði verið útrýmt.  Í Nürnberg-réttarhöldunum var þjóðarmorð ekki talinn sérstakur glæpur. Það var notað til að lýsa atburðum en ekki notað sem lagalegt hugtak.  

SÞ75 logo

Þjóðarmorð var í fyrsta skipti skráð sem sérstakur glæpur samkvæmt alþjóðalögum í Sáttmálanum um þjóðarmorð árið 1948 en hann gekk í gildi árið 1951. Hann var fyrsti mannréttindasáttmálinn sem Allsherjarþingið samþykkti og var yfirlýsing alþjóðasamfélagsins um að voðaverk síðari heimsstyrjaldarinnar myndu “aldrei aftur” líðast.  Samþykktin var þýðingarmikið skref í þróun alþjóðlegra mannréttinda og alþjóðlegra glæpalaga sem við þekkjum í dag.

Sáttmáli um þjóðarmorð

Samkvæmt Sáttmálanum um þjóðarmorð er það glæpur sem getur jafnt verið framinn á stríðs- sem friðartímum. Alþjóðlegur dómstólarnir fyrir Júgóslavíu og Rúanda auk Kambódíu sem naut stuðnings samtakanna, hafa verið alvarleg aðvörun þeim sem kynnu að hafa framið þjóðarmorð um að slíkt sé ekki lengur liðið. Upplýsingaátak Sameinuðu þjóðanna um helförina (The Holocaust and the United Nations Outreach Programme) hefur að markmiði að vekja fólk um víða veröld til vitundar um að heimurinn þurfi að draga ályktanir af Helförinni til þess að hægt sé að hindra þjóðarmorð í framtíðinni.

9.desember ár hvert hafa Sameinuðu þjóðirnar minnst samþykktar Sáttmálans um þjóðarmorð á Alþjóðlegum degi til minningar um fórnarlömb þjóðarmorðs og til að hindra slíka glæpi.

Sjá einnig hér: http://webtv.un.org/watch/player/5765925587001

#MótumFramtíðOkkar #UN75