Að stuðla að velferð kvenna

0
609
UN-women-Jafnréttisstofnun SÞ

?? 75 ára afmæli – 75 dæmi um að Sameinuðu þjóðirnar skipti sköpum (26) ??

SÞ75 logo

Konur og karlar hafa mismunandi þarfir þegar heilsugæsla er annars vegar en sama rétt til að lifa heilbrigðu lífi.

Margar konur og stúlkur sæta hins vegar kerfisbundinni mismunun sem torveldar aðganga þeirra að heilsugæslu. Ástæðurnar geta verið fjárhagslegs eðlis en einnig vegna takmarkana á möguleikum þeirra til að ferðast á milli staða.

UN WOMEN

UN Women er Jafnréttisstofnun Sameinuðu þjóðanna sem helgar sig jafnrétti kynjanna og valdeflingu kvenna. UN Women reynir að hraða því að þörfum þeirra sé mætt hvarvetna í heiminum. UN Women styður við bakið á ríkjum og viðleitni þeirra til að mæta alheimsviðmiðum um jafnrétti kynjanna. Stofnunin vinnur með ríkisstjórnum og borgaralegu samfélagi við að hanna lög, stefnumörkun, áætlanir og þjónustu sem nauðsynlegar eru til þess að uppfylla slíka staðla.

Þá reynir UN Women að styðja alla viðleitni til að auka þátttöku kvenna á öllum sviðum. Stofnunin einbeitir sér að því auka hlut og þátttöku kvenna í forystu samfélagsins; berst gegn kynbundnu ofbeldi og greiðir fyrir þátttöku kvenna á öllum sviðum friðar- og öryggismála. Hún leitast við að efla efnahagslega valdeflingu kvenna og við að jafnréttismál verði miðlæg í þróunaráætlunum- og fjárveitingum.

Barnahjónabönd

UN Women vinnur að því að auka velferð og heilbrigði kvenna með samstarfi við ríkisstjórnir um bætta heilbrigðisþjónustu fyrir konur og stúlkur, þar á meðal fórnarlömb ofbeldis. Þá styður UN Women við bakið á aðilum utan ríkiskerfisins við að fylla upp í götin. Stofnunin berst fyrir því að bundinn sé endir á hefðir sem fela í sér að lífi kvenna og stúlkna sé stefnt í hættu, svo sem barnahjónabönd. Þá styður UN Women viðleitni til að uppræta lög sem fela í sér mismunun og stjórnarhætti sem hindra aðgang kvenna að heilsugæslu á sviði kynferðis- og frjósemis.

#MótumFramtíðOkkar #UN75