Segjum nei við nauðgunum – í appelsínugulu

Hvatt er til þess að fólk klæðist appelsínugulu á mánudag til að lýsa andúð á kynferðislegu ofbeldi. 

Sextán daga árleg aðgerðahrina gegn kynbundnu ofbeldi hefst 25.nóvember á alþóðlegum degi til höfuðs þessari vá. Hún stendur til 10.desember – mannréttindadags Sameinuðu þjóðanna.

Þema herferðarinnar er “Gerum heiminn appelsínugulan: Jafnréttiskynslóðin rís upp gegn nauðgunum!”

Nauðgun

Skortur á samþykki við kynferðislegu atferli er hefðbundin skilgreining á nauðgun. Nauðgun er ákveðið from líkamlegs ofbeldis gegn konum og stúlkum. Það á rætur að rekja til margslungins  samspils skoðana, valds og drottnunar sem þrifist hefur í skjóli feðraveldisins.

Ef hægt er að tala um “menningu” í þessu samhengi þá er henni viðhaldið með niðrandi orðræðu, hlutgervingu líkama og ofbeldisdýrkun. Ákveðin framkoma fylgir oft nauðgun og má nefna að skella skuld á fórnarlambið, gera lítið úr naðugun, afneita útbreiðslu þessarar tegundar ofbeldis, eða visa á bug skaða sem hlýst af kynferðislegu harðræði eða árásum.

Erfiðleikum er bundið að komast að nákvæmum tölulegum upplýsingum um fjölda nauðgana og kynferðislegs ofbeldis vegna linkinndar í garð ofbeldismanna og refsileysis, að ekki sé minnst á þá skömm sem fylgir fórnarlömbunum í mörgum samfélögum og þögn þeirra af þeim sökum. Þar að auki hefur kynferðislegu ofbeldi og nauðgunum verið beitt gegn konum og stúlkum vitandi vits sem vopni í styrjaldarátökum.

Uppræting kynbundins ofbeldis

Í yfirlýsingu í tilefni Aþjóðadagsins til upprætingar kynbundins ofveldis segir Phumzile Mlambo-Ngcuka forstjóri Jafnréttisstofnunar Sameinuðu þjóðanna (UN Women) segir berjast þurfi fyrir því að nauðgun sé alls staðar og alltaf lögbrot.

“Þessa stundina er ekki litið afdráttarlaust á nauðgun innan hjónabands sem glæpsamlegan verknað í lögum meir en helmingi allra landa eða að þau viðurkenna ekki það grundvallaratriði að samþykki þurfi til kynmaka. Auk þess að berjast fyrir að nauðgun sé glæpur, þá eigum við langt í land með að hagsmunir fórnarlambsins séu í fyrirrúmi og að nauðgarar séu dregnir til ábyrgðar.”

Auk sextán daga aðgerðahrinunnar þá mun UNiTE herferð á vegum aðalaframkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna næstu tvö ár beina sjónum að þremur mikilvægum málefnum á heimsvísu. Mikilvægi samþykkis, nauðgun sem vopns í stríði og þjónustu þvert á greinar við fórnarlömb nauðgana.

Þá er það hluti Heimsmarkmiðanna um sjálfbæra þróun að koma í veg fyrir og uppræta nauðganir og kynferðislegt ofbeldi, ekki síst þeirra sem lúta að jafnrétti kynjanna.

Klæðumst appelsínugulu

En hvað ætlar þú að gera til að styðja þessa herferð? Jafnvel litlar aðgerðir geta reynst þungar á metunum í því að grafa undan “nauðgunar-menningu”. Við leggjum til eftirfarandi:

  • Notið og klæðist appelsinugulu og takið þátt í samræðunni á samskiptamiðlum með því að nota myllumerkin #OrangeTheWorld eða #GenerationEquality.
  • Kynnið ykkur meira um hvað felst í “nauðgunar-menningu” og samþykki auk þess sem lesa má sögur fórnarlamba kynferðislegs ofbeldis hér.
  • Þá má kynna sér tölulegar upplýsingar hér um kynbundið ofbeldi hér.

Eða með orðum forstjóra Jafnréttisstofnunar SÞ: “Við erum jafnréttiskynslóðin og við munum binda enda á nauðganir!”

 

Fréttir

Álit framkvæmdastjóra