Að tryggja aðgang að alheims-tengslaneti

0
623
Póstur SÞ 75

?? 75 ára afmæli – 75 dæmi um að Sameinuðu þjóðirnar skipti sköpum ??

Alþjóða póstmálastofnunin (UPU) greiðir fyrir dreifingu alþjóðlegs pósts. Nútíma póstþjónusta gegnir þýðingarmiklu hlutverki í að þróa félagsleg- og  menningarleg samskipti og viðskipti á milli þjóða og fyrirtækja.

SÞ75 logo

640 þúsund pósthús í heiminum eru eitt umfangsmesta tengslanet sem um getur á heimsvísu. Þau greiða fyrir dreifingu upplýsinga, vöru og peninga.

Internetið og ný tækni hefur skapað ný tækifæri fyrir póstþjónustuna, sérstaklega í rafrænum viðskiptum og sölu á netinu. Póstþjónustan er enn mikilvæg brú á milli raunheima og stafrænna- og fjárhagslegra viðskipta í netheimum. Að auki gegnir póstþjónustan lykilhlutverki í sjálfbærri þróun í heiminum.

Sjá hér og þessu skylt hér.