Að lesa fortíðina, til að skrifa framtíðina

0
505
literacy main pic

literacy main pic

8.september 2016. Hálf öld er liðin frá því UNESCO lýsti því yfir að 8.september skyldi verða Alþjóðlegur dagur læsis.
UNESCO, Mennta-, vísinda-, og menningarstofnun Sameinuðu þjóðanna hefur fylkt liði þennan dag í baráttunni við að efla lestrarkunnáttu í heiminum með það fyrir augum að valdefla einstaklinga og samfélög.

Á Alþjóðadegi læsis 2016 er ástæða til að líta um öxl og minnast og fagna þeim árangri sem náðst hefur við að efla læsi í heiminum.82% fullorðinna jarðarbúa eru læsir, en 18% ólæsir, tveir þriðju hlutar þeirra síðarnefndu eru konur.

literacy pic 2Þá er einnig ástæða til að líta fram á við og skilgreina hvernig má efla baráttuna í framtíðinni. Að læra að lesa telst til grundvallar mannréttinda og forsenda fyrir menntun ævina á enda. Læst samfélag er kraftmikið samfélag, þar sem skipst er á hugmyndum og rökrætt af krafti. Læsi er forsenda einstaklinga, fjölskyldna og heilu samfélaganna til þess að hafa á vald sína að bæta heilsuna, auka tekjurnar og eiga samskipti við heiminn. Lestrarkunnáttan er einnig fyrir marga skref til að öðlast sjálfstæði og sjá sér farborða.

„Ég gat ekki geymt símanúmer á símanum mínum því ég kunni hvorki að lesa né skrifa fyrr en ég komst á lestrarnámskeið,“ segir Bayan Kamal Salih, kúrdísk kona sem lærði lestur og skrift á þriggja mánaða námskeiði hjá UNESCO í Írak. Önnur kona á námskeiðinu, Amira Saedoun, segir að staða sín í atvinnulífinu hafi tekið stakkaskiptum eftir námskeiðið. „Fyrir námskeiðið átti ég erfitt uppdráttar í vinnu því ég kunni ekki að skrifa málin á fötunum sem ég var að vinna með.“

Konur sem læra að lesa, kenna síðan börnum sínum.

Fyrir hálfri öld var ekkert internet til, en það er enn ein ástæða til að kunna að lesa og skrifa. En sumt hefur ekki breyst á þeirri hálfri öld sem liðin er frá því Alþjóðadagur læsis var fyrst haldinn.

„Heimurinn hefur breyst frá 1966“, segir irina Bokova, forstjóri UNESCO, „en við erum jafn ákveðin og þá í því að hver kona og hver karl skuli geta öðlast þá hæfni sem hugurinn stefnir að, við reisn og virðingu. Lestrarkunnátta er grunnurinn að því að byggja upp sjálfbæra framtíð fyrir alla.“

Myndir: Barn æfir skrift í leikskóla í Myanmark.: UN Photo/Kibae Park
Sveit Sameinuðu þjóðanna í Suður Súdan kennir kvenkyns liðsmönnum að lesa á ensku. UN Photo/Isaac Alebe Avoro Lu’ba