Að ná til síðustu berklasjúklinganna

0
452
Flickr Gates Foundation 2.0 Generic CC BY NC ND 2.0

Flickr Gates Foundation 2.0 Generic CC BY NC ND 2.0

24.mars 2015. Ótrúlegur árangur hefur náðst í baráttunni við berkla á heimsvísu á undanförnum árum.

Dauðsföllum af völdum berkla hefur fækkað um 45% á síðustu 25 árum eða frá 1990 og berklatilfellum fækkar óðum. Ný tækni, svo sem skyndi-sjúkdómsgreinir hafa skipt sköpum og sama gildir um ný lyf sem eru að koma á markað, að sögn Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar. Engu að síður er núverandi viðleitni við að greina, meðhöndla og lækna alla sem veikjast, ófullnægjandi. Þriðjungur þeirra 9 milljóna sem sýkjast af berklum á ári hverju, fara framhjá heilbrigðisyfirvöldum.

Margir af þessum 3 milljónum eru í hópi fátækasta fólks heims eða á meðal þeirra sem höllustum standa fæti, svo sem farandverkamenn, flóttamenn, fangar, frumbyggjar, eiturlyfjaneitendur og þjóðernisminnihlutahópar. Í tilefni af Alþjóðlega berkladeginum 26.mars hvetur Alþjóða heilbrigðismálastofnunin til „samstöðu á heimsvísu” til að binda enda á berkla-faraldurinn. „Þetta snýst um félagslegt réttlæti sem er eitt helsta markmið almennrar heilsugæslu fyrir alla. Hver karl, kona og barn sem sýkst hefur af berklum, ætti að hafa sama, jafna, óhindraða aðgang að þeim hugkvæmu nýjungum og þjónustu sem til er til þess að fá snögga greiningu, meðferð og umönnun,” segir Dr Margaret Chan, forstjóri WHO.