Aðgangur að salerni eflir réttindi kvenna

0
502

 Toilet photo friday

22.nóvember 2013. Hvað eiga salerni og kvenréttindi sameiginlegt. Heilmikið, merkilegt nokk!

 toiletdaylogoAðgangur að salerni og hreinlætisaðstöðu er á meðal grunnþarfa og getur skipt sköpum um skólagöngu stúlkna, auk þess að vera þýðingarmikið atriði í heilbrigði og öryggi kvenna.

2.5 milljarðar manna hafa ekki fullnægjandi hreinlætisaðstöðu. Fyrir stúlkur og konur er þetta í senn spurning um mannlega reisn og mannréttindi. Meir en milljarð kvenna skortir aðgang að salerni og öruggri hreinlætisaðstöðu.

Aðstæður afrískra kvenna eru sérstaklega bágbornar, en sjö af hverjum tíu hafa ekki aðgang að öruggu salerni. ()

Líkurnar eru meiri á því að stúlkur en drengir hætti í skóla og ljúki ekki grunnmenntun. Af þeim 113 milljóna barna í heiminum sem ekki sækja skóla eru 60% stúlkur. Skortur á næði, öryggi, og hreinlætisaðstöðu letja stúlkur til að halda áfram námi. Algengt er að stúlkur fari ekki í skólann þegar þær hafa blæðingar og geta því misst allt að viku úr í hverjum mánuði.
Það getur verið jafnmikilvægt að hafa salerni í skólanum og að hafa penna og bækur fyrir nemendurna.

Aðgangur að salernum og hreinlætisaðstöðu hefur líka áhrif á konur síðar á lífsleiðinni. Sérstaklega konur á landsbyggðinni í þróunarríkjum líða fyrir skort á salernum. Sökum líkamsbyggingar kvenna, hæversku og hversu berskjaldaðar þær eru fyrir áreitni, stuðla að því að þær eiga ekki auðvelt með að ganga örna sinna á almananfæri. Þær bíða því oft þar til dimma tekur eða vakna upp fyrir allanr aldir til að standa í biðröð til að komast á almenningssalerni.

Jan Eliasson, varaframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, benti á það á Vatnsvikunni í haust í Stokkhólmi að í mörgum ríkjum væri konum nauðgað þegar þær væru að leita að afviknum stað til að létta á sér. Auk þess að vera berskjaldaðar fyrir kynferðislegu og/eða líkamlegu ofbeldi, geta konur átt á hættu að verða fyrir barðinu á dýrum þegar þær hafa saurlát á víðavangi, til dæmis í runnum.
http://www.unric.org/sv/component/content/article/34-september-2013/26258–att-bryta-tabun

Mynd: Flickr/Gates Foundation: Attribution-NonCommercial-NoDerivs 2.0 Generic (CC BY-NC-ND 2.0)

Alþjóða salernisdagurinn var haldinn í fyrsta skipti á vettvangi Sameinuðu þjóðanna 19. nóvember. Af því tilefni birtum við greinaflokk um hvaða hlutverki salernið gegnir í lífi nútímamannsins.