Algjört bann við kjarnorkutilraunum enn ekki í gildi

0
465
Nuclear test

Nuclear test

29.ágúst 2016. Nærri tvö þúsund tilraunir með kjarnorkuvopn hafa verið gerðar í heiminum frá því fyrsta tilraunin var gerð 16.júlí 1945.

Í upphafi var fyrst og fremst liltið á kjarnorkuvopn sem vísindalegt afrek og tákn um hernaðarmátt. Lítill gaumur var gefinn að þeim skaða sem tilarunir með þeim yllu fólki, hvað þá að kjarnorkumengun af völdum tilraunsprenginga í andrúmsloftinu. Á síðari tímum hefur athyglin beinst í vaxandi mæli að dapurlegum afleiðingum tilrauna og skelfilegum afleiðingum beitingu vopnanna sem eru mun öflugri en áður var.

Nuclear day article pic resizedTilraunir hafa verið gerðar með hvarvetna, ofan jarðar, neðan jarðar og neðan sjávar.
Bann var samþykkt við tilraunum ofan jarðar, eða í andrúmsloftiinu árið 1963 enda ljóst að geislavirk efni voru losuð í andrúmsloftið.

Tilraunasprengingar neðansjávar eru mun sjaldgæfari en þær voru einnig bannaðar 1963.
Tilraunir neðansjávar voru svo bannað með heildstæðum sáttmála um tilraunir með kjarnorkuvopn árið 1996, (Comprehensive Nuclear-Test-Ban Treaty). Hann hefur hins vegar ekki enn tekið gildi, en til þess þarf undirskriftir átta kjarnorkuríkja.
„Ég hvet aðildarríkin til að grípa til aðgerða nú,“ segir Ban Ki-moon, aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna í ávarpi á Alþjóðlegum degi gegn tilraunum með kjarnorkuvopn, sem er í dag Nuclear day article pic2 resized29.ágúst.

Myndir: Kjarnorkutilraun í Licome, Frönsku Pólinesíu 1971. Heimasíða CTBTO. 

Ban Ki-moon heimsótti safn á tilraunasvæðiðnu í Semipalatinsk 2010 í Kasakstan en þar voru flestar tilraunir Sovétmanna með kjarnorkuvopn. UN Photo/Eskinder Debebe

Bill Clinton, þáverandi forseti Bandaríkjanna undirritar sáttmála um bann við tilraunum með kjarnorkuvopn.
UN Photo/Evan Schneider