Allt sem þú vildir vita um COP21

0
501

All you wanted to know MAIN Flickr Dennis Hill 2.0 Generic CC BY 2.0

….en þorðir ekki að spyrja! Viðræður um loftslagsmál hafa staðið yfir um árabil enda er komandi loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna í París sú 21. í röðinni. Ekki er laust við að sumum þyki umræður um loftslagsmál torskildar.  Af þeim sökum höfum við tekið saman algengar spurningar og svör um loftslagsáðstefnuna

Af hverju er ráðstefnan kölluð COP21?

Opinberlega heitir Loftslagsráðstefnan í París  Tuttugasta og fyrsta ráðstefna aðildarríkja Rammasáttmála Sameinuðu þjóðanna um loftslagsmál“. Á ensku er heitið enn lengra eða „21st Conference of the Parties to the United Nations Framework Convention on Climate Change“. Skammstöfunin COP vísar til Conference of the Parties. COP hittist einu sinni á ári til að ræða framkvæmd loftslagssáttmálans. Oftast er vitnað til rammasáttmálans með ensku skammstöfuninni UNFCCC og stofnun á vegum Sameinuðu þjóðanna sem sér um framkvæmd hans starfar í Bonn í Þýskalandi.

Hvar og hvenær er COP21?

Loftslagsráðstefnan COP21 fer fram í le Bourget í útjaðri Parísar frá 30.nóvember til 11.desember.

Paris Eiffel Tower October 2014Mun Parísar-ráðstefnan leysa loftslagsvandann?

Það eru hvorki til töfra- né skyndilausnir á loftslagsbreytingum. Þær eru einn margslungnasti vandi sem mannkynið hefur glímt við. Til undirbúnings fundinum hafa um 170 ríki skilað landsmarkmiðum (INDCs) en samanlagt bera þau ábyrgð á 90% af losun gastegunda sem valda hlýnun jarðar. Samkomulag í París verður ekki lokapunktur, en getur markað tímamót og vísað veginn um hvernig ríki heims geta í sameiningu og í krafti samþykktar um gagnsæjan lagaramma, unnið að því að takmarka hlýnun jarðar við 2 gráður á Celsius, sem er takmarkið sem samþykkt hefur verið á alþjóðlegum vettvangi.

Af hverju er talað um tveggja gráðu hámark?

Markmiðið um að halda hlýnun jarðar innan tveggja gráðu á Celsius fram að næstu aldamótum, var fyrst samþykkt á Kaupmannahafnarráðstefnunni 2009 og ítrekað árið eftir í Cancun. Í þeirri samþykkt er viðurkennt að loftslagsbreytingar eigi sér nú þegar stað, en ef gripið sé nú þegar til aðgerða sé hægt að afstýra því versta. Loftslagsnefnd Sameinuðu þjóðanna (Intergovernmental Panel on Climate Change, IPCC) hefur lagt fram mismunandi framtíðarspár, eftir því til hvaða aðgerða er gripið. Ef við sitjum auðum höndum, má reikna með því að hitastig á jörðinni hafi hækkað að meðaltali um fjórar gráður við aldarlok. Koltvísýrings-losun hingað til hefur þegar valdið hækkun hitastigs um 0.85 gráður á Celsius. Þessi hlutfallslega litla hlýnun hefur haft mikil áhrif því næstum helmingur íshellunnar á Norðurskautinu hefur bráðnað, milljónir ferkílómetra skóglendis í vesturhluta Bandaríkjanna eru horfnar vegna trjásjúkdóma sem rekja má til hlýnunar. Þá eru nokkrir af stærstu jöklum Suðurskautslandsins farnir að molna.

Hætti hlýnun jarðar ekki 1998?

Þessi fullyrðing byggir á svokallaðri Hadley Center- skýrslu en samkvæmt henni hækkaði hiti um 0.02°C áratuginn 1998 til 2008. Efasemdamenn um loftslagsbreytingar hafa oft vitnað til skýrslunnar en mistúlkað hana á þann veg að hlýnun jarðar hafi stöðvast. En tölfræði skýrslunnar tekur ekki með í reikninginn Norðurheimsskautið, en þar hefur hiti hækkað hlutfallslega meira en annars staðar á undanförnum árum. Mörg hitamet hafa verið sett á 21.öldinni. 2014 var þannig heitasta ár frá 1850 og búist er við að 2015 verði enn hlýrra.  (Heimild: franska stjórnin)

Hvað gerist ef ríki ná ekki samkomulagi í París?

Án alheimssamkomulags verður erfitt, ef ekki ómögulegt að koma á alþjóðlegri samvinnu um loftslagsbreytingar. Loftslagsbreytingar virða engin landamæri og möguleikar okkar til að halda hlýnun jarðar innan viðráðanlegra marka, munu skerðast.

Hver verður niðurstaða ráðstefnunnar? 

Ganga þarf frá samþykkt sem felur í sér lagalegan ramma um framhaldið. Að auki verða landsmarkmið ríkja í loftslagsmálum (Intended Nationally LOGO RESIZEDDetermined Contributions, INDCs), sem þau hafa sett sér af fúsum og frjálsum vilja, hluti af samkomulaginu. Þessi landsmarkmið munu mynda grunnlínu til að minnka losun og efla viðnámsþrótt. Nauðsyn krefur að komist verði að samkomulagi um traustvekjandi fjárhagslegar áætlanir. Mörg þróunarríki munu þurfa á alþjóðlegri samvinnu að halda, þar á meðal fjárhags- og tækni-aðstoð, til að ná markmiðum um kolefnasnauða framtíð. Í þessu skyni verða þróuð ríki að sýna fram á hvernig þau ætla að standa við fyrirheit um að standa straum af hundrað miljarða dollara árlegu framlagi til þróunarríkja eigi síðar en 2020. Og einnig þarf að tryggja fjármögnun fyrir tímabilið eftir 2020.

Hvað er INDCs?

INDCs er skammstöfun á „Intended Nationally Determined Contributions“, en það eru landsmarkmið sem ríki setja sér af fúsum og frjálsum vilja í aðdraganda COP21. Þar kemur fram hvernig og hve mikið einstök ríki ætla að draga úr losun sinni og þær aðgerðir sem gripið verður til í því skyni að viðnámsþrótt vegna loftslagsbreytinga. 

Hversu mörg ríki hafa skilað landsmarkmiðum? 

Nærri 170 ríki hafa skilað markmiðum sínum. Rekja má um 90% allrar kolefna-losunar til þessara ríkja. Sum þróunarríki hafa skilað tveimur útgáfum, annars vegar hversu mikið þau geta gert upp á eigin spýtur og hins vegar hvað þau vilja gera ef þau fá fjárhagslega aðstoð. Hér má finna lista yfir þau ríki sem skilað hafa landsmarkmiðum. 

Munu landsmarkmiðin nægja?

Nei, en landsmarkmiðin eru gólf en ekki þak. Ef niðurstöður allra landsmarkmiða eru lagðar saman og áhrif þeirra metin, kemur í ljós að hlýnun jarðar yrði á bilinu 2.7 til 3.5 gráður á Celsius, eftir því við hvaða mælingar er stuðst. Þetta er of mikið, en er betra en ef ekkert er að gert, því þá myndi hitastig á jörðinni hækka að meðaltali um rúmlega 4 gráður. Viðræður standa yfir um að koma upp ferli til að endurskoða og herða á aðgerðum til þess að koma hækkuninni undir tveggja gráðu markið, sem vísindamenn mæla með.

Verður samkomulagið lagalega bindandi?

Samkomulagið er lagalegt tæki sem verður leiðarljós alþjóðlegs ferlis í loftslagsmálum. Viðræður standa yfir um lagalegt eðli skuldbindinga um fjármögnun og mildun afleiðinga loftslagsbreytinga. Landsmarkmiðin sýna hve langt ríki vilja ganga af fúsum og frjálsum vilja án tilskipana að ofan.

Hvað með fjármögnun?

Á loftslagsráðstefnunni í Kaupmannahöfn hétu þróuð ríki því að láta 100 milljarða Bandaríkjadala renna árlega til loftslags-aðgerða þróunarríkja ekki síðar en 2020. Ekki hefur tekist að koma árlegum fjárhæðum enn upp í þessa fjárhæð.

Er hlýnun jarðar ekki náttúrulegt fyrirbæri?

Loftslagið er flókið fyrirbæri og háð ýmsum breytum. Virkni sólar, eldgos og hafstraumar hafa mikil áhrif til skamms tíma litið og jafnvel til lengri. Hins vegar eru athafnir mannsins nú á dögum helsta aflið að baki hlýnun jarðar, í fyrsta skipti i sögunni. (Heimild: franska stjórnin)

Er ekkert jákvætt við hlýnun jarðar?

Það er satt að mildir vetur hafa til skamms tíma litið jákvæð áhrif, eins og td.minni orkunotkun. Hins vegar er margt neikvætt til lengri tíma litið. Margir mildir vetur í röð munu spilla ræktarlandi þegar staða grunnvatns lækkar, svo dæmi sé tekið. Mildir vetur kunna að setja heilu vistkerfin í uppnám og valda því að ýmiss konar sjúkdómar breiðast út, þegar ekki er lengur hægt að treysta á að kuldi drepi skordýr sem valda sýkingu. (Heimild: franska stjórnin)

Eru loftslagsbreytingar ekki enn þrætuepli vísindamanna?

Það er ekki lengur deilt um loftslagsbreyingar, allra síst í röðum vísindamanna. 90% vísindamanna telja að hækkun hitastigs sé alvarleg, sönnuð staðreynd. 82% rekja hlýnunina að verulegu leiti til athafna mannsins. (Heimild: franska stjórnin) almannasamtaka nærri ráðstefnumiðstöðinni. 

 (Nóvember 2015)