Með gull, silfur og kartöflur frá nýja heiminum

0
7
Spánverjar tóku gull, silfur og eðalsteina með sér frá Suður-Ameríku til Evrópu og kartöflur. Mynd: Unsplash/Markus Spiske
Spánverjar tóku gull, silfur og eðalsteina með sér frá Suður-Ameríku til Evrópu og kartöflur. Mynd: Unsplash/Markus Spiske

Kartöflur eru mikilvægur hluti mataræðis tveggja þriðju hluta jarðarbúa. Þær eru helsta grænmeti og undirstöðufæða helmings mannkynsins, þar á meðal Norðurlandabúa. Alþjóðlegi kartöfludagurinn er 30.maí.

Kartöflur eru uppspretta vítamína, steinefna, og trefja, svo eitthvað sé nefnt. Þær eru bæði ræktaðar í stórum stíl með iðnaðar-sniði um allan heim og af smábændum til einkanota, svo sem í Andesfjöllum.

Til eru meir en 5000 afbrigði af kartöflum.Mynd: Unsplash/Ben Libby
Til eru meir en 5000 afbrigði af kartöflum.Mynd: Unsplash/Ben Libby

Kartöflur hafa verið ræktaðar á Íslandi frá því um miðja átjándu öld. Friedrich Wilhelm Hastfer barón sendimaður Danakonungs ræktaði fyrstu kartöflurnar á Bessastöðum 1758. Séra Björn Halldórsson í Sauðlauksdal var hins vegar fyrstur Íslendinga til að rækta kartöflur tveimur árum síðar. Þær voru lengi vel kallaðar jarðepli.

Kartöflurækt stuðlar að fæðuöryggi og er uppspretta næringar, auk þess að skapa lífsviðurværi og atvinnu fyrir fólk í þéttbýli og dreifbýli um allan heim.

Kartöfluræktun í stórum stíl í Maine í Bandaríkjunum.
Kartöfluræktun í stórum stíl í Maine í Bandaríkjunum. Mynd: NightThree Creative Commons Attribution 2.0

Svíar Norðurlandameistarar í kartöfluáti

Íbúar Norðurlanda og Eystrasaltsríkjanna leggja sér til munns á milli 50 og 130 grömm af kartöflum að meðaltali daglega. Danir borða mest af kartöflum af Norðurlandabúum, eða yfir 60 kíló á mann á ári. Íslendingar eru hálfdrættingar þeirra og borða innan við 30 kíló á mann samkvæmt vefsíðunni World Population Review. Danir eru í tuttugasta og þríðja sæti en Íslendingar í sjötugasta og öðru samkvæmt sömu heimild.

Kartöflur
Mynd: Ordercrazy/Creative Commons Zero, Public Domain Dedication

Karlar borða meiri kartöflur en konur. Mælt er með því til að minnka kolefnisfótspor að borða meira af kartöflum og grænmeti en minna af hvítu kjöti.

Mælt er með því að borða soðnar eða bakaðar kartöflur og nota lítið af fitu og salti. Djúpsteiktra kartaflna bera að neyta í hófi.

Eins og annað rótargrænmeti eru kartöflur á meðal þeirra matvæla sem hafa lítil skaðleg umhverfisáhrif. Helstu áhrifin eru notkun skordýraeiturs.

Mælt er með að borða kartöflur fremur soðnar eða bakaðar heldur en djúpsteiktar. Mynd: Unsplash/Jeshoots.com
Mælt er með að borða kartöflur fremur soðnar eða bakaðar heldur en djúpsteiktar. Mynd:
Unsplash/Jeshoots.com

Að varðveita norrænar tegundir

Framleiðsla kartaflna hefur aukist um 10% í heiminum undanfarinn áratug, en talið er að hægt sé að auka hana enn meira til að sporna við hungri og vannæringu.

Kartöfllur koma upphaflega frá Andesfjöllum í Suður-Ameríku þar sem þær hafa verið meðal helstu matvöru í þúsundir ára. Evrópubúar hafa þekkt kartöflur í meir en fimm hundruð ár. Að sögn FAO, Matvæla- og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna hafa kartöflur verið á matseðli mannkynsins í hvorki meira né minna en 800 ár.

Um leið og nýjar tegundir ryðja sér til rúms eru aðrar lagðar á hilluna.  Af þeim sökum hefur Norræni genabankinn (NordGen) unnið í aldarfjórðung við að safna og varðveita norræn afbrgði. Nú eru 64 afbrigði af norrænum kartöflum varðveitt.