Alþjóðlegt ár sjálfbærrar orku fyrir alla:

0
536

ESB þökkuð forysta í sjálfbærri orkuvæðingu þróunarlanda

EnergySólarorka nýtt á Kyrrahafseynni Fakaofo. SÞ-mynd/A. Rummery

  9. febrúar. Alþjóðlegu ári sjálfbærrar orku fyrir alla var formlega ýtt úr vör á ráðstefnu í Evrópuþinginu í Brussel 8. febrúar.

Framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna Ban Ki-moon hefur sett þrjú markmið sem á að ná fyrir 2030:  

•    Tryggja almennan aðgang um allan heim að nútíma orkuveitu.
•    Tvöfalda aukningu skilvirkni í nýtingu orku.
•    Tvöföldun hlutar endurnýjanlegrar orku í heildar orkunotkun heims.

Kandeh Yumkella, annar tveggja formanna háttsetts vinnuhóps um Sjálfbæra orku fyrir alla, sagði í Brussel að samþykkt hefði verið Rammaáætlun um aðgerðir til að virkja og greiða fyrir skuldbindingum ríkisstjórna, fyrirtækja og borgaralegs samfélags til að hrinda frumkvæði framkvæmdastjórans, um Sjálfbæra orku fyrir alla, í framkvæmd.   

Í Rammaáætluninni eru skilgreind nokkur atriði sem innlendar eða alþjóðlegar aðgerðir geta skilað miklu verðmæti. Þar á meðal er viðleitni til að auka orkuaðgang, efla staðla um skilvirkni og stefnumótun og auka fjárfestingu í endurnýjanlegri orku.  

 “Þessi Rammaáætlun mun auðvelda ríkisstjórnum, einkageiranum og borgaralegu samfélagi að axla ábyrgð á tilteknum skuldbindingum og sjá til þess að ákvarðanir í stjórnarherbergjum verði að raunveruleika í smæstu þorpum með það fyrir augum að sjálfbær orka fyrir alla verði að veruleika í heiminum 2040,” sagði Yumkella.    

Yumkella þakkaði Evrópusambandu fyrir forystu þess í að tryggja heiminum sjálfbæra orku og stuðning við frumkvæði framkvæmdastjórans. Evrópusambandið væri kyndilberi í því að gera orkumál að miðpunkti þróunarstarfs og á sama tíma öðrum fyrirmynd með því að auka umtalsvert skilvirkni orkunýtingar og notkun endurnýjanlegra orkugjafa með svokallaðri 20-20-20 stefnu og markmiðum.