Baráttan gegn Kony efld

0
560

attacks

13. apríl 2012. Sameinuðu þjóðirnar og Afríkusambandið stilla nú saman strengi þeirra sem berjast fyrir því að uppræta svokallaðan Andspyrnuher Drottins (Lord’s Resistance Army (LRA)) sem þekktur er fyrir að hneppa börn í ánauð og beit þeim fyrir sig í stríði.

Afríkusambandið hefur lýst Andspyrnuherinn hryðjuverkasamtök og forsprakkinn Joseph Kony er eftirlýstur. Abou Moussa, sérstakur erindreki framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna og sérstakur erindreki Afríkusambandsins um málefni Andspyrnuhersins, Fransisco Madeira fara í sex daga ferð til Kongó og Mið-Afríkulýðveldisins til að fylkja liði gegn Andspyrnuhernum.
“Við höfum þungar áhyggjur af ítrekuðum árásum Andspyrnuhersins á þessu svæði og víðar, “ segir Moussa. “Þessu verður að linna þegar í stað.”
Meir en fjögur þúsund manns hafa flosnað upp frá heimilum sínum í Kongó frá upphafi ársins vegna víga Andstpyrnuhersins. Hann var stofnaður í Úganda á níundar áratugum og herjaði í meir en fimmtán ár þar í landi þar til honum var stökkt á flótta árið 2002. Frá þeim tíma hefur hann herjað á nágrannaríki Úganda; hneppt börn í ánauð og stundað rán, morð, kynlífsþrælkun og nauðganir.


Hersveitir frá nokkrum Afríkuríkjum, með stuðningi Bandaríkjamanna vinna nú að því að uppræta herinn og munu fulltrúar SÞ og Afríkusambandsins leitast við að fylkja liði þeirra í ferð sinni.
Afríkusambandið leiðir átak gegn Andspyrnuhernum sem hleypt var af stokkunum í marsmánuði. Fimm þúsund hermenn vinna í þágu átaksins frá Kongó, Suður-Súdan, Mið-Afríkulýðveldinu og Úganda.

Kona sem flúið hefur ofríki Andspyrnuhers Drottins með matvælaaðstoð frá Flóttamannahjálp Sameinuðu þjóðanna í bænum Dungu í Kongó. Mynd: UNHCR/M.Hofer