Annar hver Dani hefur minnkað matvælasóun

0
523

SelinaJuulreduced

Sóun matvæla hefur verið talsvert í brennidepli í Danmörku undanfarin misseri. Það er ekki síst að þakka baráttu stærstu samtaka sem láta þessi mál til sín taka sem heita: „Stop spild af Mad“. Selina Juul stofnandi þeirra notar óvenjulegar aðferðir við að vekja athygli á málstaðnum og á sér raunar óvenjulegan bakgrunn líka. Juul sem er grafískur hönnuður, er í dómnefnd auglýsingasamkeppni Sameinuðu þjóðanna um sóun matvæla.

Við hittum hana að máli í Kaupmannahöfn.

Hvers vegna fékkst þú áhuga á sóun matvæla?

„Ég er upphaflega frá Rússlandi og fæddist í Mosvku á tímum kommúnismans. Á þeim tíma var næstum ekkert fáanlegt í verslunum. Fjölskylda mín er menntafólk og svalt ekki, en engu að síður nýttum við ALLT. Þegar ég kom til Danmerkur fyrir 20 árum – í dag er ég 33- brá mér í brún við að sjá hversu miklu fólk henti í ruslið. Af þessum sökum hefur þessi barátta persónulega þýðingu fyrir mig.“

Hvernig bregst almenningur við málflutningi þínum?

„Ég stofnaði neytendahreyfinguna Stop Spild Af Mad sem eru fjölmennustu almannasamtök Danmerkur í baráttunni gegn sóun matvæla. Síðasta könnun TNS Gallup fyrir okkur bendir til að baráttan sé að skila árangri því annar hver Dani hefur á síðustu árum dregið úr sóun matvæla!

Þegar ég byrjaði var bara til lítill Facebook hópur. En áhuginn var mikill strax frá upphafi. Fólk streymdi til okkar og það var fjallað um okkur í fjölmiðlum á landsvísu eftir 2 vikur. Þremur mánuðum eftir að við byrjuðum koma Rema 1000 til okkar og sagði okkur að : folk stømmede til, 2 uger efter var vi i landsdækkende 
medier, 3 måneder efter kom Rema 1000 að máli við okkur og sögðu að barátta okkar hefði sannfært stórverslunakeðjuna um að hætta að bjóða upp á magnafslátt til að minnka sóun!

Okkur hefur tekist að breiða út boðskapinn í næstum öllum dönskum fjölmiðlum, útvarpi og sjónvarpi (einnig erlendis, td. í BBC), á ráðstefnum og í herferðum. Við fengum verðlaun fyrir matreiðslubók fyrir afganga sem gefin var út hjá Gyldendal.

Við höfum tryggt heimilisleysingjum afgangsmat, og kynnt svokallaða „doggybags“ í danmörki í samvinnu við Unilever og núer á döfinni samvinna við COOP.
introduceret doggybags i Danmark og lige nu indgået i et stort 
samarbejde med COOP.

Það er sannarlega ánægjulegt að sjá að boðskapurinn sem ég trúi svo heitt á hafi nú fengið hljómgrunn í Danmörku og erlendis. Það er frábært! En þetta hefði aldrei tekist án okkar ómissandi sjálfbáðaliðar sem eiga hrós skilið! „

Telur þú að neytendur geti haft áhrif?

„Neytendur eruy á meðal þeirra sem geta ráðið úrslitum þegar sóun matvæla er annars vegar. Við neytendur höfum ótrúlega mikið vald til að stuðla að breytingum. Vald okkar er í innkaupakörfunni. Okkur ber líka skylda til að nýta það sem við kaupum rétt eins og gömlu Indíánarnir sem báru virðingu fyrir og nýttu dýr með mikilli virðingu og tóku ekki meira frá náttúrunni en nauðsynlegt var. Neytendur ættu að hafa í huga að það eru ÞEIR sem ráða yfir innkaupakörfunni, en ekki innkaupakarfan yfir þeim. Margar rannsóknir hafa líka fram á að minni matvælasóun er öflugasta leiðin til að berjast gegn loftslagsbreytingum því 14% af losun koltvýserings í andrúmsloftið kemur við framleiðslu matvæla sem fara til spillis!“