Árangur náðst….þrátt fyrir allt

0
410

Adama Dieng
28. janúar 2013. Daglegar fréttir af ofbeldi, grófum mannréttindabrotum og átökum í ríkjum á borð við Sýrland, Malí og Kongó eru áminning til okkar allra um hversu erfitt er að hindra grimmdarverk. Hins vegar má ekki gleyma þeim árangri sem alþjóðasamfélagið hefur náð, segir Adama Dieng, sérstakur ráðgjafi framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna um hvernig hindra ber þjóðarmorð í grein sem birt er í fjömörgum dagblöðum víða um heim.

“Umtalsvert hefur verið gert á heimsvísu, í einstökum heimshlutum eða innan ríkja til þess að draga úr áhættu og efla og byggja upp varnir gegn ofbeldi, og glæða skapandi stjórn á margbreytileika á friðsamlegan hátt, leysa vandamál áður en þau stigmagnast og takast á við þau öfl sem hella olíu á eld,” skrifar Dieng.
 
Aukin áhersla á “skylduna til að vernda” og að hindra grimmdarverk sést bæði á vettvangi Sameinuðu þjóðanna og annars staðar. Dieng bendir á hvernig samvinna og trú á diplómatískar lausnir hafa skilað árangri í Abyei (svæði sem Súdan og Suður-Súdan deila um), Gíneu, Kenía, Kirgistan og Jemen.