Ávarp álþjóðlega vatnsdaginn

0
474
alt

Ávarp framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna á Alþjóðlega vatnsdaginn:

altSamspilið á milli vatns, matvæla og orku er ein helsta áskorunin sem heimurinn glímir við þegar sjálfbær framtíð er kortlögð. Án vatns er engin reisn og engin leið fær út úr fátækt. Samt sem áður eru ákvæðin um vatn og hreinlæti á meðal þeirra Þúsaldarmarkmiða sem eiga lengst í land.

Á örlítið lengri tíma en sem nemur lífi einnar kynslóðar, munu 60% jarðarbúa búa í bæjum og borgum og mun stór hluti aukningarinnar eiga sér stað í fátækrarhverfum og skipulagslausum byggðum þróunarríkja. Þemað á Alþjóðlega vatnsdaginn að þessu sinni er “Vatn fyrir borgir”. Þar er kastljósinu beint að þeim áskorunum sem eru framundan í borgum framtíðarinnar.

Borgarmyndun felur í sér tækifæri til skilvirkari notkun vatns og betri aðgang að drykkjarvatni og hreinlæti. Á sama tíma magnast oft vandamálin í borgum og vöxtur þeirra er hraðari en svo að úrræði hafi fundist jafnharðan.

Á síðastliðnum áratug hefur fjöldi borgarbúa sem skortir aðgang að vatni aukist um 114 milljónir, að talið er. Fjöldi þeirra sem ekki hafa aðgang að lágmarks hreinlætisaðstöðu hefur aukist um 134 milljónur. Þessi 20% aukning hefur haft einstaklega skaðleg áhrif á heilsu manna og efnahagslega framleiðni: folk veikist og getur ekki unnið.

En vandinn felst ekki aðeins í spurningunni um aðgang að vatni. Í mörgum ríkjum hætta stúlkur í skóla vegna skorts á hreinlætisaðstöðu og konur sæta harðræði og áreiti við vatnsburð eða á leið á almenningsklósett. Þar að auki hafa þeir sem höllustum fæti standa, fáa aðra kosti en að kaupa vatn af farandsölum sem kostar hina fátækustu 20 til 100 prósent meira en það kostar ríkari nágranna að fá vatni úr vatnsleiðslum á heimilum sínum. Þetta er ósjálfbært og óásættanlegt.  

Vatn verður ofarlega á blaði á ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna árið 2012 í Rio de Janeiro. Ráðstefnan þar um sjálfbæra þróun er kölluð Rio + 20.  Nefnd háttsettra manna um sjálfbærni og UN-Water átakið; rannsaka nú hvernig við getum tengt saman vatn, orku og fæðuöryggi með það fyrir augum að draga úr fátækt og ójafnrétti, skapa störf og draga úr áhættu á loftslagsbreytingum og álagi á umhverfið.

 Á Alþjóðlega vatns daginn, hvet ég ríkisstjórnir til að viðurkenna vanda vatns í þéttbýli sem vandamál sem rekja má til stjórnunar, lélegra stefnumiða og vondrar stýringar fremur en vanda sem stafar af skorti. Við skulum heita því að snúa við þeirri þróun að fjárfesting í vatni og hreinlæti á  hvern íbúa hefur farið minnkandi. Og við skulum ítreka heit okkar um að létta byrðar meir en 800 milljóna manna í heimi allsnægta sem hafa hvorki öruggt drykkjarvatn né hreinlætisaðstöðu sem nauðsynleg er til að geta lifað með reisn og við góða heilsu.

Ban Ki-moon