Baðherbergið verði plastlaust svæði

Margir neytendur átta sig ekki á því hve mikið plast fer um þeirra hendur og endar í hafinu sem plastmengun.

Umhverfisstofnun Sameinuðu þjóðanna (UNEP) hefur hleypt af stokkunum herferð sem nefnist „Hvað er í baðherberginu þínu?” Hún miðar að því að auka vitund fólks um plastefni sem leynast í snyrtivörum. Að auki er leitast við að benda á leiðir fyrir fólk til að breyta neyslumynstri sínu. Markmiðið er að koma í veg fyrir að plast úr snyrtivörum endi í hafinu.

Örplast

Umhverfisstofnun Sameinuðu þjóðanna hóf herferð í þágu hreinna hafa (Clean Seas) 2017 til að fylkja liði almennings gegn einnota plasti og örsmáum plastkúlum. Nú er athyglinni beint að plastmengun sem á rætur að rekja til snyrtivara.

Það er auðvelt að falla fyrir gylliboðum um bætt útlit þegar snyrtivörur eru annars vegar.  Sjaldnast eru tíunduð áhrif vörunnar á umhverfið, og neytendur gefa sér oft og tíðum ekki tíma til að kanna plastfótsporið.

Auðvitað taka flestir eftir því að plast er notað til að geyma hárþvottalög, andlitsfarða og hvers kyns snyrtivörur. Þá er auðvitað plast notað í hluti á borð við tannbursta, rakvélar, eyrnapinna og einnota blautþurrkur. En það liggur hins vegar ekki í augum uppi að það er örsmátt plast í andlitskremi og glitrandi örplast í uppáhalds augnskugganum þínum.

Ósýnilegt

Runar er ekki allt plast sjáanlegt með berum augum. Örplast er allt plast kallað sem er minna en fimm millimetrar, en undirflokkur eru örplastkúlur sem eru minna en einn millimetri. Enn minni er svo nanóplast sem nefnt er eftir mælieingunni nanómetra sem er einn miljarðasti úr metra. Svo örsmátt er það, að það getur smogið inn um húðina.

Á meðal vöru sem getur innihaldið svo smátt plast eru svitalyktareyðir, hárþvottalögur og skyldar vörur, rakkrem., varalitur, hárlitur, andlitsmaskar, barnaolíur, augnskuggar, maskarar, sólarolía og margt fleira. Í sumum tilvikum er innihald vörunnar 90% plast.

Vitneskja okkar um áhrif örplasts á heilsuna er af skornum skammti og rannsókna er þörf til að skilja áhrif litla plastsins á líkama okkar.

„Umfang plastúrgangs og örplasts í umhverfi sjávar er stöðugt vaxandi alheims vandamál“, segir Heidi Savelli-Soderberg hjá UNEP. „Við þurfum á hnattrænu átaki að halda þar sem allir þeir sem hlut eiga að máli taka höndum saman, þar á meðal neytendur, um að hætta að henda plastúrgangi og örplasti í hafið.“

Plastlaust baðherbergi

Hver og einn getur lagt hönd á plóginn með því að lýsa baðherbergið plastlaust svæði. Þetta er hægt þökk sé snjallforriti sem heitir “Beat the Microbead”. Með því að skanna snyrtivörur ætti þú að geta komist á snoðir um hvort þær hafa að geyma örplasts. Síðan er hægur leikur að finna snyrtivörur sem innihalda önnur efni en plast en gegna sama hlutverki, s terephthalate vo sem fjöletýlen (polyethylene (PE)), fjölmetýl metrakýlat (PMMA), nælon (nylon), íðefna fjöletýlen (polyethylene (PE)) og frauðplast (polypropylene (PP)).

Sjálfbær og hafvænir valkostir eru til og með því að kaupa plastlausar vörur og erfni er líklegt að framleiðendur bregðist við.

Hér má sjá lista yfir efni sem innihalda plast: www.beatthemicrobead.org

Sjá nánar um plastlausa baðherbergis-átakið: https://www.unenvironment.org/news-and-stories/story/whats-your-bathroom-hidden-plastics-your-beauty-products.

Fréttir

Álit framkvæmdastjóra