Ban hvetur Finna til að viðhalda þróunaraðstoð

0
461
SG FINLAND1

SG FINLAND1

9.nóvember 2015. Aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna hvatti í dag Finna til „byggja á stoltri hefð landsins sem forsprakka þróunnar.“

Finnar fagna sextíu ára aðildar að Sameinuðu þjóðunum nú í desember. Ban Ki-moon, aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna flutti ræðu af því tilefni í dag í Finlandia miðstöðinni í Helsinki og fór yfir helstu atriði í sögu aðildar Finnlands að samtökunum og framtíðarvonir.

„Ég er kominn hingað til að þakka ykkur í eigin persónu fyrir árangur ykkar og eggja ykkur áfram til að ná enn frekari árangri,“ sagði Ban. „Við þurfum á rödd Finnlands að halda þegar mannréttindi, sjálfbær þróun og friðarviðleitni er annars vegar.“

Ban taldi upp árangur Finna á sviði jafnréttismála og mikilvægs framlags Finnlands til friðargæslu Sameinuðu þjóðanna og friðarviðleitni á stöðum á borð við Bosníu og Hersegóvínu, Kosovo og Namibíu.

SGFINLAND22Hann minnti á mikilvægi þróunaraðstoðar og sagði að þrátt fyrir efnahagskreppu, mætti ekki skera niður framlög til þróunar.

„Við höfum sem aldrei fyrr þörf fyrir mannúðaraðstoð. Þróunaraðstoð tekur á rótum þess vanda. Þess vegna ber ekki að flytja til fjármuni sem notaðir hafa verið til þróunaraðstoðar, til þess að fjármagna mannúðaraðstoð. Ef ríki gera slíkt festum við vandann í sessi.“

Ban þakkaði öllum Finnum sem hafa látið fé af hendi rakna í þágu sýrlenskra flóttamanna og sagðist vona að fólk hvarvetna fylgdi þessu fordæmi og sýndi samstöðu.

Loks nefndi aðalframkvæmdastjórinn sérstakan finnskan hæfileika sem nýta bæri á alheimsvísu.

„Í glímunni við öll þessi vandamál, sæki ég mér innblástur í finnskt orð sem ég hef lært: „sisu“. Það er vandþýtt, en eins og ég skil það, þýðir það í senn ákveðni, þrautseigju og kjark andspænis erfiðleikum. Sameinuðu þjóðirnar þarfnast Finnlands og „sisu“ til þess að standast þolraun sögunnar,“ sagði Ban.

Myndir: (efri) Ban Ki-moon flytur hátíðarávarp á samkomu til að fagna 60 ára afmælis aðildar Finnlands að SÞ (neðri) Ban og Sauli Niinistö, forseti Finnlands. SÞ-myndir/Eskinder Debebe.