Ban hvetur til “öruggra og skipulegra” fólksflutninga

0
482

Ban migration

14.maí 2014. Ban Ki-moon, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna hvatti í dag öll ríki heims til þess að fylkja liði um sameiginleg markmið til að tryggja “reglubundna, örugga og skipulega” fólksflutninga í heiminum.

Ban flutti opnunarræðu um á Heimsþingi í Stokkhólmi um þróun og fólksflutninga, en sem kunnugt er leita sífellt fleiri til Evrópu frá Afríku í leit að betri lífsgæðum. Margir hafa látist á Miðjarðarhafið þegar þeir hafa freistast til að komast til Evrópu í trássi við vilja yfirvalda.

Ban benti á að sérstakur fundur Allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna um alþjóðlega fólksflutninga (migrations) hefið lýst þetta málefni “eitt mikilvægasta úrlausnarefni okkar tíma”.

Hann benti á þá staðreynd að meir en þriðji hver maður í heiminum væri í hópi “förufólks” sem væri á faraldsfæti. Hvert einasta samfélag gæti notið ávaxta þessa ef rétt væri haldið á spilum og hefði að öðrum kosti miklu að tapa.

“Á síðsta ári lagði ég fram átta liða áætlun um fólksflutninga. Ég hvatti til verndar mannréttina, lækkun kostnaðar, upprætingu misnotkunar, hjálp við strandaglópa, vitundarvakningu, tillit til förufólks í þróunarmálum, öflun upplýsinga og eflingu samvinnu,” sagði Ban og bætti við að það væri mikilvægt að öll stefnumótun tæki mið af grundvallarréttindum.
“Þetta þýðir að farandverkafólk þarf vernd fyrir mismunun og tryggja verður réttindi þess fólks sem vinnur heimilisstörf og vernda konur, karla og börn fyrir misnotkun.

Framkvæmdastjórinn hitter í dag Fredrik Reinfeldt, forsætisráðherra Svíþjóðar. Hann gekk í dag á fund Viktoríu, Krónprinsessu Svíþjóðar. Ræddu þau mikilvægt hlutverk Svía í viðræðum á alþjóðavettvangi um málefni förufólks auk þess vanda sem skapaðist vegna aukins fjölda flóttamanna og uppflosnaðra innanlands um allan heim, þar á meðal í Sýrlandi, Mið-Afríkulýðveldinu og Suður-Súdan.

Að lokum lögðu þau áherslu á mikilvægi heildrænnar nálgunar í að móta þróunaráætlanir eftir 2015 og að tengja málefni á borð við fólksflutninga, þróun og umhverfismál.

Mynd: Ban í ræðustól í Stokkhólmi í dag. GFMD / Mikael Sjöberg