Ban Ki-moon fagnar loftslagssamkomulagi ríkustu landa heims

0
485

7. júní 2007.  Ban Ki-moon, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna fagnaði í dag samkomulagi átta helstu iðnríkja heims um aðgerðir gegn loftslagsbreytingum og samningaviðræður undir forystu Sameinuðu þjóðanna.  

Í yfirlýsingu sem talsmaður hans gaf út segist  Ban: “fagna hjartanlega því að leiðtogar ríkjanna átta hafi samþykkt að grípa til skjótra og öflugra aðgerða til að berjast gegn loftslagsbreytingum.”  
Leiðtogar Bandaríkjanna, Bretlands, Frakklands, Ítalíu, Japans, Kanada, Rússlands og Þýskalands samþykktu við byrjun fundar sins í Heiligendamm í Þýskalandi að draga “verulega” úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda til að hamla loftslagsbreytingum.   
Fyrr í þessari viku sagði framkvæmdastjórinn í ávarpi sínu á Alþjóða umhverfisdaginn að þróuð ríki gætu gert meira til þess að draga úr slíkum útblæstri og leitast við að spara orku. 
“Það er fagnaðarefni að leiðtogarnir skuli axla ábyrgð sína”, sagði Ban í kjölfar samkomulagsins í Heiligendamm. Talsmaður Bans sagði að framkvæmdastjórinn hefði beitt sér því með diplómatískum hætti að leiðtogar iðnríkjanna átta skyldu viðurkenna forystuhlutverk Sameinuðu þjóðanna og að rammsamningurinn um loftslaggsbreytingar UNFCCC yrði vettvangur nýrra samningaviðræðna.
Ban fagnaði einnig yfirlýsingu iðnríkjanna um að ljúka fyrir 2009 samningum um sáttmála til að taka við af Kyoto bókuninnni sem kveður á um lagalega bindandi markmið um að draga úr útblæstri til loka 2012.