Framkvæmdastjóri UNFCCC segir að yfirlýsing iðnríkjanna átta hleypi nýju lífi í fjölþjóðlegar loftslagsviðræður undir forystu Sameinuðu þjóðanna.

0
501
7. júní 2007. Yvo de Boer, framkvæmdastjóri Rammasáttmála Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar (UNFCCC) segir að samkomulagið sem tókst á leiðtogafundi átta helstu iðnríkja heims í Heiligendamm hafi rutt brautina fyrir viðræðum sem verða í Bali í desember og blásið nýju lífi í viðræðurnar undir forystu Sameinuðu þjóðanna.  


“Nýjum krafti hefur verið hleypt í fjölþjóðlegar viðræður um loftslags breytingar,” sagði Yvo de Boer. “Þetta markar tímamót í þeirri viðtleitni að ná taumhaldi á loftslags breytingum og sýnir þróunarríkjum að iðnríkjunum eru reiðubúin að grípa til aðgerða”. 

Æðsti embættismaður Sameinuðu þjóðanna í loftslagsmálum benti á að nauðsynlegt væri að vinna með stækkandi hagkerfum á borð við Kina, Indland, Brasilíu og Mexíkó. @Það er mjög ánægjulegt að iðnríkin átta eru reiðubúin að starfa með þessum fimm landa hóp um lang tíma áætlanir og að forsprakkar þessa ferils munu gefa UNFCCC skýrslu um árangurinn 2008.” 

Samkvæmt yfirlýsingu iðnríkjanna átta, skal samningaviðræðum á vegum UNFCCC vera lokið 2009. Það ætti að gefa ríkisstjórnum ráðrúm til að fá samkomulagið staðfest áður en fyrstu ákvæði Kyoto bókunarinnar renna út 2012.    

“Nú ríður á að allt verði tilbúið tímanlega þannig að hægt sé að ýta samningaviðræðunum úr vör á Loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna á Bali í desember á þessu ári,” sagði de Boer.  

Sjá nánar : http://unfccc.int/press/news_room/press_releases_and_advisories/items/3902.php