Ban Ki-moon fordæmir árásina á vináttulestina.

0
486

19. febrúar 2007 –  Ban Ki, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna fordæmdi í dag harðlega hryðjuverkaárásina á hina svokölluðu vináttuhraðlest á milli Dehli á Indlandi og Lahore í Pakistan. 67 létu lífið og 20 særðust.

 –
“Þessi hroðalegi glæpur er óréttlætanlegur og vonandi verða forsprakkarnir látnir sæta ábyrgð”, sagði talsmaður Ban í yfirlýsingu.” 
Auk þess að fordæma þessa “hrottalegu” árás, flutti talsmaðurinn samúðarkveðjur Ban til fjölskyldna henna saklausu fórnarlamba og ríkisstjórna Indlands og Pakistans.
“Framkvæmdastjórinn lýsir ánægju sinni yfir því að leiðtogar Indlands og Pakistans hafa ítrekað vilja sinn til að halda áfram viðræðum sínum”, sagði talsmaðurinn og bætti við að Ban lýsti ánægæju sinni með viðbrögð ýmissa samfélaga á Indlandsskaga og eindregnum vilja þeirra til að hindra hryðjuverkamenn í að ná markmiðum sínum.