Barn deyr á 5 mínútna fresti af völdum ofbeldis

0
439

child marriage

20.nóvember 2014. Ban Ki-moon, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna segir að ekki sé hægt að segja að réttindi barna í heiminum séu virt þegar þær staðreyndir blasi við að hundruð milljóna barna deyi að óþörfu, hundruð milljóna séu neydd í barnavinnu og 11% stúlkna gangi í hjónaband fyrir 15 ára aldur.

Sérstakur erindreki samtakanna á sviði ofbeldis gegn börnum bendir á að barn deyi af völdum ofbeldis á fimm mínútna fresti.

Í dag 20.nóvember ár hvert er haldið upp á Alþjóðlega barnadaginn. Að þessu sinni er jafnframt haldið upp á 25 ára afmæli Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna sem gekk í gildi 1990.

childrenday1Í ávarpi í tilefni dagsins segir Ban Ki-moon:
„Við getum ekki sagt að réttindi barna séu að fullu virt, þegar þrátt fyrir mikinn árangur okkar, 6.3 milljónir barna yngri en 5 ára létust árð 2013, flest af orsökum sem hægt er að koma í veg fyrir; 168 milljónir barna voru þvinguð í barnavinnu, og 11. Milljónir stúlkubarna giftust fyrir 15 ára aldur,“ segir Ban.

Sérstakur erindreki framkvæmdastjórans í málefnum ofbeldis gegn börnum, Marta Santos Pais bendir á í yfirlýsingu í tilefni dagsins að þótt margt sé óunnið, séu réttindi barna ekki lengur jaðarmálefni í umræðum um þróunarmál.marta
„Á sama tíma og við fögnum árangri, vitum við að mannkynið hefur brugðist mörgum barna sinna,“ segir erindrekinn. „Barn deyr á fimm mínútna fresti af völdum ofbeldis. Þegar maður lítur á þessar staðreyndir fyllist maður depurð, vanmáttarkennd og reiði.“

Barnasáttmálinn var innleiddur í íslensk lög árið 2013.

Myndskreytingin er af sögupersónunni Elix sem er sköpunarverk franska listamannsins YAK. Í samvinnu við UNRIC bregður YAK sér í ýmis gerfi á alþjóðlegum dögum Sameinuðu þjóðanna.