Berklar: heimurinn er á áætlun segir framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna

0
480

Nú þegar við nálgumst óðfluga árið 2015 þegar heimurinn á að ná Þúsaldarmarkmiðunum um þróun (MDGs), berast góðar fréttir af baráttunni gegn berklum. Heimurinn er á áætlun í að brjóta á bak aftur útbreiðslu þessa vágests. Dauðsföllum af völdum berkla fer stöðugt fækkandi.

“Þakka má heilsugæslu, bæði á vegum ríkisstjórna og félagasamtaka svo og samtökum sjúklinga og fleirum, þennan árangur,” segir Ban Ki-moon, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna í ávarpi sínu á Alþjóðlega berkladaginn. Þema dagsins í ár er: “Á fullri ferð gegn berklum.”

Á síðasta ári lést 1.8 milljón manna af völdum berkla og var hann næstskæðasti smitsjúkdómur sem herjar á fullorðna í heiminum. Berklar eru á meðal þriggja mannskæðustu sjúkdóma kvenna á barneignaaldri í heiminum. Fjöldi dauða af völdum berkla fer fækkandi í öllum heimshlutum en ekki í öllum löndum. 36 milljónir manna hafa verið læknaðar frá 1995. Þannig hefur 6 milljónum mannslífa verið bjargað.

Framkvæmdastjórinn segir að áskorunin nú, sé að nýta sér þennan árangur.

“Alþjóðasamfélagið hefur sett sér það markmið að hvarvetna standi til boða úrræði til að hindra smit og meðferð við hvers kyns berklum, handa börnum og fullorðum og fólki sem býr við HIV smit. Á vorum dögum ætti enginn að vera að deyja af völdum berkla,” segir framkvæmdastjórinn í ávarpi sínu á Alþjóða berkladaginn.