Björgum börnunum í Aleppo

0
581

Sýrland stúlkur

14.desember 2016. Sýrlensku stúlkurnar tvær á þessari mynd eru alveg örugglega ekki að undirbúa veisluhöld í árslok með ættingjum og vinum. Þæ eiga ekki von á nýju dóti, því þær eru í hópi þeirra Sýrlendinga sem lent hafa á vergangi eftir átök síðustu daga.
Engum sem fyglist með fréttum dylst að skelfilegir atburðir eru að gerast í Aleppo í Sýrlandi. Líklegast er að stúlkurnar tvær leggist til hvílu hræddar, á fastandi maga, á ókunnugum, óvistlegum stað, án þessa að vita hvenær þær fái næstu máltíð.
Með því að láta aðeins lítið fé af hendi rakna geta Íslendingar veitt þessum börnum næringarríka máltíð og ekki aðeins glatt stúlkurnar heldur hugsanlega bjargað lífi þeirra.

Hversu smá sem gjöfin er, mun hún koma börnunum og fjölskyldum þeirra að notum.

Komum þeim boðum til barnanna í Aleppo að það sé von um betri daga á nýju ári. Kastið líflínu til þeirra – bjargið lífi þeirra með matargjöf – núna.

Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna (WFP) er reiðubúin að koma 120 þúsund nauðstöddum í Aleppo til hjálpar um leið og öryggi hefur verið tryggt.

Hér er krækja til að gefa fé og kosta mat handa íbúum Aleppo.