Bretar efla baráttuna gegn kynferðislegu ofbeldi

0
426

Hague

26. september 2012. Í árslok munu Bretar hafa til reiðu sveit sérfræðinga til að senda á átakasvæði til að hlúa að fórnarlömbum kynferðisofbeldis og annars konar kynbundins áreitis.

William Hague, utanríkisráðherra Bretlands tilkynnti þetta hjá Sameinuðu þjóðunum í gær.

„Þetta er hluti herferðar okkar til að ráðast gegn refsileysi; til að tryggja að engum detti í hug að þeir geti notað vopn sem tæki í hernaði og komist upp með það.”

Hann bætti því við að Breska ríkisstjórnin myndi láta eina milljón Sterlingspunda renna til starfsemi Sérstaks erindreka framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna um kynferðislegt ofbeldi í hernaði.

Hague, utanríkisráðherra stýrði við annan mann fundi háttsettra leiðtoga hjá Sameinuðu þjóðunum um þetta málefni og tilkynnti að Bretar ætluðu að setja málið í öndvegi þegar þeir taka við forystu G8, hóps auðugustu ríkja heims.

Sjá nánari  umfjöllun um kynbundið ofbeldi í hernaði  á Allsherjarþinginu: http://www.un.org/apps/news/story.asp?NewsID=42996&;Cr=sexual+violence&Cr1=#.UGLQAa60KSo