Býflugan: Frjóberinn ljúfi

0
8
Býfluga.
Býfluga. Mynd: James Wainscoat /Unsplash

Býflugur gegna gríðarlega miklu hlutverki í náttúrunni en jafnframt er býflugnarækt stór atvinnuvegur og áhugamál fjölda fólks.  Býflungarækt byggir á ævafornri hefð því talið er að hún hafi verið stunduð í allt að tíu þúsund ár.   Alþjóðlegi býflugnadagurinn er haldinn 20.maí á skírnardegi Slóvenans Antons Janša sem var frumkvöðull nútíma býflugnaræktar um miðja átjándu öld.

Býflugur eru frægir dugnaðarforka
Býflugur eru frægir dugnaðarforkar Mynd: Eric Ward /Unsplash

Ómælt gagn

Býflugur hafa þó ekki þurft á visku mannanna að halda til að gera ómælt gagn í lífríkinu. Þær eru frjóberar og hjálpa fjölmörgum plöntum, þar á meðal nytjaplöntum, að frjóvgast og fjölga sér. Ávextir og grænmeti sem við leggjum okkur til munns treysta á hjálp fróbera. Nærri 90% plantna sem blómgast í heiminum eru að einhverju leyti háðar frjóberum, og sama má segja um 75% matjurta og 35% ræktaðs lands.

Hunangsframleiðandi að störfum.
Hunangsframleiðandi að störfum. Mynd: Meggyn Pomerleau/Unsplash

Vísindamenn telja að þriðjungur allra býflugna og fiðrilda séu í útrýmingarhættu. Ef svo heldur fram sem horfir munu býflugur ekki verða til staðar til að frjógva margar mikilvægar og næringaríkar nytjaplöntur.

Framleiðsla hunangs er þó vitaskuld ástæða þess að margir leggja fyrir sig býflugnarækt.

Á vængjum tónlistarinnar á þökum ópera

Á sama tíma og frjóberar og býflugur eiga almennt undir högg að sækja í heiminum, er vöxtur í býflugnarækt á Íslandi.  Býflugnarækt hófst hér á landi 1998 og eru virkir býræktendur á Íslandi rúmlega 130.

Garnier óperuhúsið í París
Garnier óperuhúsið í París. Mynd: Venus major/Unsplash

Víða um heim er stunduð býflugnarækt í borgum. Býflugnabú má oft og tíðum finna á þökum opinberra bygginga og skal fyrst frægar telja höfuðstöðvar Sameinuðu þjóðanna í New York.

Þau eru sérstaklega algeng í París og má nefna Garnier og Bastillu óperurnar, d’Orsay safnið, Grand Palais, frönsku akademíuna og Vorfrúarkirkju (Notre Dame).


Monica Larsson Mynd: STEFAN LINDBLOM/

Aðeins ein kona í hópi fagmannna

Nágrannar okkar Svíar eru líka iðnir við kolann. Hins vegar kann að koma á óvart að aðeins ein kona, Monica Larsson frá Bjäre, hefur öðlast viðurkenningu sænska iðnráðsins (Sveriges Hantverksråd) sem fagmaður í býflugnarækt.  Hún segir að starfið veita sér mikla ánægju. “Að vinna með lifandi verum er mikil áskorun, en eitthvað nýtt gerist eitthvað nýtt sem maður lærir af. Hunangið er aldrei eins ár frá ári,” segir Monica Larsson.