Danir töpuðu kosningu til Mannréttindaráðsins

0
461

17. maí 2007 Ítalir og Hollendingar voru kosnir í tvö laus sæti í Mannréttindaráðinu en Danir sem höfðu einnig lýst yfir framboði, náðu ekki kjöri.

Hollendingar fengu bindandi kosningu í fyrstu umferð kosningu Allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna með 121 atkvæði en Ítalir og Danir voru jafnir með 114 atkvæði. Í annari umferð fengu Ítalir 101 en Danir 86.
Kosið var líka á milli Bosníu-Hersegóvínu og Hvíta-Rússlands um sæti Austur Evrópu og urðu Hvít-Rússar að lúta í gras.
Fjörutíu og sjö ríki sitja í ráðinu.