Darfur: Sameinuðu þjóðirnar vara við því að vaxandi öryggisleysi geti hamlað varanlega aðstoð við milljónir manna.

0
484

17. janúar  2007 – Sívaxandi ofbeldi í hinu stríðshrjáða Darfur héraði í Súdan, endurteknar hernaðarárásir, handahófskenndar sprengjuárásir á þorp og vísvitandi árásir á hjálparstarfsemnn kunna að ógna lífsnauðsynlegri aðstoð við milljónir manna. Þetta segir í yfirlýsingu hjálparstofnana Sameinuðu þjóðanna en þar er því haldið fram að aðgangur að þurfandi fólki hafi ekki verið erfiðari í þrjú ár. 

"Ef þetta ástand reynist viðvarandi, er mannúðaraðstoðinni og velferð íbúanna varanlegra stefnt í voða”, segir í sameiginlegri yfirlýsingu 13 stofnana Sameinuðu þjóðanna. Þar er hvatt til þess að óbreyttir borgarar og hjálparstarfsmenn njóti verndar og að endi verði bundinn á að mannréttindabrot séu látin óátalin. 

"Ef hér verður ekki breyting á munu mannúðarstofnanir Sameinuðu þjóðanna og óháð félagasamtök (NGOs- non-governmental organizations) ekki getað lengur getað kastað líflínu til rúmlegra fjögurra milljóna manna í Darfur sem þurfa á aðstoð og vernd að halda af völdum átakanna og þess harmleiks sem þau hafa í för með sér”. 

Stofnanirnar benda á að undanfarin tvö ár hafi mannúðarstofnanirnar bjargað lífi hundruð þúsunda óbreyttra borgara sem hafi orðið illa úti í átökunum undanfarin fjögur ár milli stjórnarherja, vígasveita á þeirra vegum og uppreisnarhópa sem krefjast aukinnar sjálfstjórnar Darfur. 200 þúsund hafa látist og 2 milljónir flosnað upp. 

Dánartíðni hefur minnkað verulega, vannæring hefur minnkað um helming frá því ástandið var verst um mitt ár 2004 og nú hafa þrír fjórðu hlutar íbúa Darfur aðgang að hreinu drykkjarvatni og eingöngu á árinu 2006 var 400 þúsund tonnum af matvælum úthlutað.  

 Nánar: http://www.un.org/apps/news/story.asp?NewsID=21259&Cr=sudan&Cr1=