Djassinn dunar frá Reykjavík til Tangier

0
22
Söngkonan Angélique Kidjo frá Benín á æfingu í fundarsal Allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna fyrir fyrsta Alþjóðlega djassdaginn 2012. Mynd: UN Photo/JC McIlwaine
Söngkonan Angélique Kidjo frá Benín á æfingu í fundarsal Allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna fyrir fyrsta Alþjóðlega djassdaginn 2012. Mynd: UN Photo/JC McIlwaine

Alþjóðlegi djassdagurinn er haldinn hátíðlegur með tónleikum um allan heim í dag 30.apríl. Flaggskip djassdagsins eru tónleikar í Tangier í Marokkó á vegum UNESCO en hér á landi verða tónleikar víða í höfuðborginni.

Setning djassdagsins er í Hörpu klukkan fjögur en síðan verða tónleikar víða og má sjá dagskrána hér að neðan.

Tangier hýsir aðaltónleika djassdagsins og er það í fyrsta skipti sem aðaltónleikarnir eru haldnir í Afríku. Dagurinn nær hámarki með tónleikum listamanna frá öllum heimshornum, þar á meðal bandaríska djasspíanistans Herbie Hancock og Abdellah El Gourd frá Marokkó. Tónleikunum verður streymt bæði á  YouTube og Facebook.

Alþjóðlegi djassdagurinn
Alþjóðlegi djassdagurinn. Mynd: Jens Thekkeveettil/Unsplash

Að vekja fólk til vitundar um gildi djass

Tangier þjófstartaði reyndar alþjóðlega deginum og hefur hátíðin staðið yfir undanfarna fjóra daga (27.-30.apríl) til að minna á arfleifð borgarinnar á sviði djasstónlistar og listræn tengsl íbúa Marokkó, Evrópu og Afríku. Tilgangurinn með Alþjóðlega djassdeginum er að vekja fólk til vitundar um gildi djass í menntun, samræðu og aukinni samvinnu á milli þjóða.

Á meðal þátttakenda í tónleikunum í Tangier eru söngkonan Dee Dee Bridgewater, bassaleikarinn Marcus Miller og saxafónleikarinn Femi Kuti auk kynnisins Jeremy Irons.

Alþjóðlegi djassdagurinn
Alþjóðlegi djassdagurinn