Drápin í Kongó eru “stríðsglæpir” segir yfirmaður SÞ

0
478

 Alan Doss, æðsti yfirmaður Sameinuðu þjóðanna í Lýðveldinu Kongó segir að sveitir vígamanna hafi framið “stríðsglæpi” með því að myrða óbreytta borgara.


 
Alan Doss, yfirmaður MONUC l(engst til vinstri )og Alain Le Roy, aðstoðarframkvæmdastjóri SÞ og yfirmaður friðargæslu samtakanna (fyrir miðju) heimsækja Mugunga II flóttamannabúðirnar í Norður Kivu í síðustu viku.

Átök blossuðu upp á milli uppreisnarmanna undir forystu  Laurent Nkunda PARECO/Mayi Mayi sveitanna sem styðja stjórnvöld. Alan Doss sagði að átökin í Kiwanja í Norður Kivu væru “alvarlegt brot á mannréttindum og alþjóðlegum mannúðarlögum.”   
Doss sem er yfirmaður sveitar Sameinuðu þjóðanna í Kongó, MONUC hvatti stríðandi fylkingar til að hörfa frá svæðinu í kringum Rutshuru, þar sem barist var í síðustu viku, til þess að MONUC geti verndað óbreytta borgara og séð til þesss að þúsundir sem flúið hafa átökin, geti snúið aftur heim. 
Tvö hundruð og fimmtíu þúsund manns hafa flúið heimili sín vegna átaka stjórnarhersins og uppreisnarmanna. Að auki höfðu 800 þúsund þegar hrökklast frá heimilum sínum í fyrri átökum. 
Doss fagnaði yfirlýsingu leiðtoga Afríkuríkja í Nairobi sem haldinn var að frumkvæði Sameinuðu þjóðanna. Þar er hvatt til vopnahlés og  að opnuð verði örugg leið til að koma mannúðaraðstoð til hundruð þúsunda manna sem flosnað hafa upp.