Dregið úr sóun matvæla – Svínaleiðin

0
437

svín

10.júní 2013. Á Alþjóða umhverfisdeginum 5.júní s.l. hófst átak Sameinuðu þjóðanna og samtakanna Feeding the 5.000 þar sem hvatt er til betri nýtingar afgangsmatvæla meðal annars til svínafóðurs undir heitinu “The Pig Idea”.

Í ár er þema Alþjóða umhverfisdagsins sóun matvæla og sjálfbær neysla. Af því tilefni verður lögð áhersla á nýja hugsun og umgengni við matvæli og hvernig má stemma stigu við sóun. Í herferðinni verður sérstaklega litið til þess að til svínafóðurs fari þau afgangsmatvæli sem ekki lengur eru hæf til manneldis. Í því sambandi verður reynt að fá Evrópusambandið til að aflétta banni á nýtingu afgangsmatvæla og ónýtri matvöru frá veitinga og kaffihúsum.

Í tilraunaskili og í samstarfi við Stepney City svínabúið í Lundúnum fá átta svín næstu sex mánuði alla sína daglegu fæðu úr afgangsmatvælum sem ekki lengur eru nýtanleg til manneldis.

Sóun matvæla er gríðarlegt alheimsvandamál sem m.a. hefur í för með sér hækkandi matarverð og þar af leiðandi minni möguleika fyrir efnaminni að verða sér út um mat. Með þessu átaki er vonast til þess að dregið verði úr sóun matvæla jafnt á framleiðslu og neyslustigi með því markmiði að vernda bæði jörðina og lífríki hennar.

Nú þegar hafa nokkrar matvöru verslunarkeðjur og heildsalar hafið samstarf við bændur thar sem afgangs brauð, grænmeti og ávextir fara til dýraeldis. Á þennan hátt sparast urðunarkostnaður uppá 60 til 100 pund á hvert tonn árlega. Í staðin selja þeir afgangsmatvæli beint til bænda fyrir um 20 pund á tonn.