Ebóla: „Þurfum Marshall-aðstoð“

0
469

Ebola corpses Flickr European Commission

3.mars 2015. Evrópusambandið og Sameinuðu þjóðirnar ítrekuðu í dag að samtökin myndu halda áfram baráttunni þar til Ebóla hefði verið upprætt og engin tilfelli væru eftir.

Samtökin hétu því einnig að styðja við bakið á þeim þremur ríkjum sem harðast hafa orðið úti í Ebólu-faraldrinum og viðleitni þeirra til ná fyrri styrk og byggja upp að nýju.

Alpha Condé , forseti Gíneu, Ellen Johnson Sirleaf, forseti Líberíu og Ernest Bay Koroma, forseti Sierra Leone tóku í dag þátt í ráðstefnu í Brussel á vegum Evrópusambandsins og Sameinuðu þjóðanna.

„Ég lýsi yfir aðdáun stuðningi við forystumenn og þjóðir Gíneu, Líberíu og Sierra Leone sem hafa náð yfirhöndinni í baráttunni við Ebólu með aðstoð samtaka í þessum heimshluta og á alþjóðavettvangi,” sagði Helen Clark, forstjóri Þróunarstofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNDP), sem talaði fyrir hönd SÞ.

Engin tilfelli

Allir þátttakendur í ráðstefnunni lögðu áherslu á þann árangur sem hefði náðst en sögðu að ekki mætti slaka á klónni fyrr en fullkominni stjórn hefði verið náð á faraldrinum.

„Það má ekki gefa eftir fyrr engin tilfelli eru eftir,” sagði Clark.

„Það eru mörg ljón á veginum áður en við höfum náð þessu markmiði.”

Dr. David Nabarro, sérstakur erindreki framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna um Ebólu-faraldurinn sagði að til þess að ná þessu markmiði yrði að finna alla smitaða, rekja slóð þeirra og fylja liði í samfélögum þeirra. Þá væri bæði þörf á sérhöfðu starfsfólki og fjármagni.

„Við þurfum að glíma við

„þreytu” ríkisstjórna og þreytu þeirra sem hafa verið á vaktinni í marga mánuði, þreytu fólksins sem vill helst af öllu að ástandið verði eðlilegt á ný og þreytu þeirra sem standa straum af kostnaði.”

Marshall-aðstoð

Afrísku forsetarnir sögðu nauðsynlegt að grípa til samstilltra endurreisnar-aðgerða í þessum heimshluta.

„Heilsugæsla okkar, menntakerfi og efnahagurinn hafa orðið fyrir þungum höggum. Likja má ástandinu við að stríð hafi geisað. Við þurfum Marshall-aðstoð,” sagði Alpha Condé, forseti Gíneu.