Edda Hamar valin í hóp leiðtoga sjálfbærrar þróunar

0
538
Edda Hamar YoungLeaders Gif51

Edda Hamar YoungLeaders Gif51

20.september 2016. íslensk-áströlsk kona, Edda Hamar, hefur verið valin ein af 17 ungum heimsleiðtogum sjálfbærrar þróunar
af Sameinuðu þjóðunum.

Edda er 27 ára gömul og alíslensk en hefur búið í Ástralíu frá unga aldri. Hún var valin fyrir framúrskarandi frumkvöðlastarf í sjálfbærri tísku í ÁstralíuEdda young leaders1. Val sautjánmenninganna var kynnt í gær á vettvangi Allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna. Alls bárust 18 þúsund tilnefningar. 

Ban Ki-moon, aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna sagði í yfirlýsingu að allir þessir ung-leiðtogar hefðu unnið sérstaklega vel að því að efla sjálfbæra þróun á heimaslóðum sínum.

„Starf þeirra er ungum konum og körlum, sem vilja leggja sín lóð á vogarskálarnar í þágu betri heims umtalsverð hvatning,“ sagði Ban. „Þau sýna að ungt fólk í dag er ekki aðeins leiðtogar morgundagsins, heldur leiðtogar dagsins í dag.”

Edda ung17 ungleiðtogar verða valdir á hverju ári hér eftir, en þeir eru jafnmargir Sjálfbæru þróunarmarkmiðunum sem leiðtogafundur Sameinuðu þjóðanna samþykkti fyrir einu ári. Athygli vekur að auk Eddu á aðeins einn leiðtoganna rætur að rekja til Evrópu.

Alltaf saga á bakvið fötin

Edda Hamar, settist að ásamt móður sinni í Ástralíu um síðustu aldamót og hefur búið þar síðan.

Hún er einn stofnenda hreyfingarinnar Undress Runways, sem berst fyrir sjálfbærni og siðferðilegri vitund í tískuheiminum – án þess að fórna flottum stíl. Hún stóð einnig að útgáfu The Naked Mag árið 2014 sem berst fyrir fjölbreytni, virðingu, jafnrétti, sjálfbærni og skynsamlegri nýtingu vefnaðar í tískuiðnaðinum.

„Markmiðið er að kynna neytendum sjálfbæra tísku og eyða fordómum gegn henni,” segir Edda. „Við viljum sýna almenningi fram á að sjálfbærni er framtíðin og að það fer saman að hafa flottan stíl og vera siðferðilega ábyrgur.”

Árleg tískusýning virkjar meir en 50 þúsund framsækna tískuhönnuði alls staðar að úr heiminum. Þá er ógetið vörumerkisins VIHN sem er ætlað að UndressMelbShowONE 82641greiða leiðina fyrir starfsfólk í vefnaðariðnaðinum til að starfa á siðferðilega ábyrgum vinnustöðum.

„Það er alltaf saga á bakvið fötin,” segir Edda, „og við viljum að fólk velji jákvæðu sögurnar.”

Sagan á bakvið Eddu er svo ekki síður jákvæð og skemmtileg því hún hleypti heimdraganum frá Íslandi ásamt móður sinni fimm ára gömul.

Edda groupphotoRætt var við Eddu í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins árið 2014 og þar segir að þær mæðgur hafi siglt í þrjú ár á snekkju umhverfis hnöttinn og lokið ferðinni í Ástralíu.

Þegar Edda var ellefu ára gömul, árið 2000, fluttu mæðgurnar síðan endanlega til Ástralíu. Edda segist í Sunnudagsmogganum vera Ástrali en þyki þó gott að koma reglulega í heimsókn til Íslands, enda aðdáandi íslenskrar kímnigáfu og menningar. Foreldrar hennar eru Inga Haraldsdóttir Hamar og Árni Leifsson.

Myndir: Af heimasíðu sérstaks fulltrúa SÞ um málefni ungs fólks

 Edda ásamt Ahmad Alhendaw, sérstökum fulltrúa Ban Ki-moon í málefnum ungs fólks. Mynd: Helga Leifsdóttir.

Frá tískusýningu Undress Runways (af heimasíðu).