Ein manneskja flýr á þriggja sekúndna fresti

0
407
CEUyYb UgAINdon

CEUyYb UgAINdon

6.maí 2015. Fjöldi fólks sem orðið hefur að flýja heimili sín var 38 milljónir 2014 eða jafn margir og samanlagður íbúafjöldi Lundúna, New York og Beijing. 

Aldrei hafa fleiri verið á vergangi í heimalöndum sínum. „Þetta eru hæstu tölur yfir fólk sem hefur verið flæmt á brott af heimilum sínum í heila kynslóð og þýðir að okkur hefur ekki tekist að vernda saklausa óbreytta borgara,“ segir Jan Egeland, framkvæmdastjóri Norsak flóttamannaráðsins. Tölurnar eru úr skýrslu ráðsins 2015 og eru samantaket á ástandinu 2014.

Displaced Darfuris Flickr United Nations PhotoÍ skýrslunni kemur fram að ellefu milljónir bættust í þennan hóp á síðasta ári. Þetta þýðir að ein manneskja var flæmd á brott af heimili sínu á þriggja sekúndna fresti.

„Alþjóðlegir stjórnarerindrekar, ályktanir Sameinuðu þjóðanna, friðarviðræður og vopnahlé mega sín lítils andspænis óforskömmuðum vígamönnum sem hafa pólítíska og trúarlega hagsmuni að leiðarljósi en ekki mannúð,“ segir Egeland.
„Þessi skýrsla ætti að vekja fólk til vitundar. Við getum ekki setið hjá þegar milljónir karla,kvenna og barna hafa lokast inn á átakasvæðum um víða veröld.“

Volker Türk, aðstoðarflóttamannastjóri Sameinuðu þjóðanna segir að fólk sem lendi á vergangi innanlands í dag, séu flóttamenn morgundagsins. „Því lengur sem átök standa yfir því meira er óöryggi fólksins og þegar engin von er eftir flyr fólkið land og verður flóttafólk,“ sagði hann.

„Eins og við höfum séð á undanförnum árum til dæmis á Miðjarðarhafinu, tekur fólk sem hefur enga von lengur mikla áhættu og leggur á sig lífshættulegar sjóferðir. Hin augljósa launs er að reyna allt til þess að stilla til friðar í þessum stríðshrjáðu löndum,“ sagði Türk.

Einnig kemur fram í skýrslunni:
• 2.2 milljónir flúðu svæði undir stjórn íslamska ríkisins í Írak 2014.
• 7.8 milljónir hafa flosnað upp innan landamæra Sýrlands og er það mesti fjöldi í nokkru ríki í heiminum.