Ekki tókst að afla nægjanlegs fjár fyrir Jemen

0
499

1.3 milljarða dala söfnuðust á framlagsráðstefnu vegna neyðarástandsins í Jemen í gær. Þótt oddvitar margra ríkja heims og alheimssamtaka vöruðu við alvarlegu ástandi í landinu, vantar 2.9 milljarða dala upp á að markmið ráðstefnunnar hafi náðst.

Fjöldi Jemena sem þurfa á aðstoð að halda hefur aukist í 23.4 milljónir  úr 20.7 milljónum á síðasta ári.

Sameinuðu þjóðirnar, Svíþjóð og Sviss voru gestjafar framlagsráðstefnunnar. “Sífellt meiri þörf er á aðstoð í Jemen og því ber alþjóða samfélaginu að koma til hjálpar. Það er sameiginleg ábyrgð okkar,” sagði Ann Linde utanríkisráðherra Svíþjóðar.

Breitt bil á milli þarfa og framlaga

Taline Elkhansa forstöðumaður dönsku flóttamannahjálparinanr í Jeme talaði fyrir hönd almannsamtaka í lok ráðstefunnar. “Ástæða er til að þakka gefendum fyrir fyrirheit um fjárframlög. Hins vegar er ástæða til að benda á að hið stóra óbrúaða á milli framlaga og þarfa, þýðir að milljónir nauðstaddra munu ekki fá nauðsynlega hjálp. Þetta getur haft í för með sér að fólki verður ýtt fram af hengiflugi hungursneyðar. Særðir í stríði munu hugsanlega ekki fá lífsnauðsynlega umönnun og að 4 milljónir sem flúið hafa heimili sín geta ekki snúið aftur heim.”

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra tilkynnti að heildarframlög Íslands til stuðnings Jemen muni á þessu ári nema 125 milljónum króna.

„Ástandið í Jemen versnar dag frá degi. Mikilvægt er að unnt sé að skipuleggja mannúðarstarf með sem bestum hætti og er fyrirsjáanleiki í fjárframlögum mikilvægur þáttur í því. Þörfin á mannúðaraðstoð vex mjög og það er skylda okkar að leggja enn meira af mörkum til að aðstoða þau sem búa við sára neyð,“ segir Þórdís Kolbrún.

António Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna sagði að aðstoð erlendra ríkja hefðu bjargað mörgum mannslífum. “Rausn ykkar fól í sér að 12 milljónir manna fengu lífsbjörg hvern einasta mánuð ársins 2021,” sagði hann í opnunarræðu sinni á ráðstefnunni.

Áætlanir gerðu ráð fyrir að afla þryfti 4.3 milljarða dala árið 2022 til að tryggja 7 milljónum manna vatn, hreinlætisaðstöðu og salerni, 13 milljónum heilsugæslu og 5 milljónum kennslu. ´