Svíar gestgjafar framlagsráðstefnu SÞ fyrir Jemen

0
474

 Sameinuðu þjóðirnar stefna að þvi að safna fyrirheitum um 4.3 milljarða dala aðstoð við 17 milljónir bágstaddra íbua Jemen á ráðstefnu í Genf í dag.

Auk Sameinuðu þjóðanna standa Svíþjóð og Sviss að framlagsráðstefnunni.

Jemen hefur liðið fyrir sjö ára stríð og eru íbúarnir aðframkomnir. Hjálparstarf Sameinuðu þjóðanna og hjálparsamtaka hefur liðið fyrir mikinn fjárskort. Grípa hefur til þess óyndis úrræðis að skera niður lífsnauðynlega aðstoð undanfarnar vikur, þar á meðal mat, hreint vatn og læknisaðstoð. Þetta þýðir einfaldlega að færri hafa fengið lifsnauðsynlega hjálp en ella.

Söfnunarráðstefnan fyrir Jemen er tækifæri fyrir alþjóða samfélagið til að sýna i verki stðuning við íbúa Jemen.

19 milljónir munu líða hungur

Brunnar eru að þorna upp og margir Jemenbúar hafa ekki aðgang að hreinu vatni. Mynd: UNDP Jemen

Martin Griffiths yfirmaður hjálparstarfs hjá Sameinuðu þjóðunum sagði á fundi Öryggisráðsins i í gær að ástæða væri til að óttast að innrás Rússa í Úkraínu gæti leitt til að torsóttara verði að afla fjár fyrir Jemenbúa. Það væri því enn brýnna að leita lausna á styrjaldarástandinu sem ríkt hefur í sjö ár.

Talið er að 23.4 milljónir manna þurfi á asðtoð að halda eða þrír af hverjum fjórum íbúum. Af þeim er talið að 19 milljónir muni líða hungur á næstu mánuðum en það er fjölgun  um 20% frá síðasta ári. 160 þúsund kunna að verða hreinni hungusrneyð að bráð.

Jemen flytur inn 90% af matvælum sem neytt er í landinu. Þriðjungur innflutts hveitis kemur frá Rússlandi og Úkraínu. Búist er við að átök landanna leiði til hækkandi matarverðs, sem hafði þegar tvöfaldast í verði á síðasta ári.

Niðurskurður vegna fjárskorts

Mynd Andrew Svk/Unsplash

Matvælastofnun Sameinuðu þjóðanna (WFP) neyddist til að skera niður matarskammta 8 milljóna manna í upphafi þessa árs vegna fjárskorts. David Beasley forstjóri WFP sagði á fundi Öryggisráðsins i gær að aðeins hefði tekist að afla 11% þeirra 887.9 milljóna dala sem stofnunin þyrfti á að halda til að brauðfæða 13 milljónir manna næsta hálfa árið.

75% þeirra 14 milljarða dala sem Sameinuðu þjóðunum tókst að afla með ákalli fyrir Jemen hefur komið frá aðeins sex fjárveitendum: Bandaríkjunum, Bretlandi, Evrópusambandinu, Sádi Arabíu og Sameinuðu arabísku furstadæmunum.

Á meðal ræðumanna á framlagsráðstefnunni eru auk aðalframkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, utanríkisráðherrar Svía og Sviss, forsætisráðherra Jemen og Angelina Jolie sérstakur erindreki Flóttamannahjálpar Sameinuðu þjóðanna (UNHCR).

Fylgjast má með ráðstefnunni frá klukkan 1.30 að íslenskum tíma hér.