Endalok þróunaraðstoðar? Ekki alveg…

0
410
Development1

 Development1

9.mars 2016. Eflaust finnst sumum að árið 2015 hafi verið sannkallað hörmungarár –annus terribilis– fyrir opinbera norræna þróunaraðstoð. 

Development FinlandEkki aðeins voru bein framlög til þróunaraðstoðar skorin niður, heldur var fé flutt frá hefðbundinni aðstoð til að fjármagna mótttöku flóttamanna heimafyrir og til að standa straum af mannúðaraðstoð.

Þetta hefur orðið til þess að spurningar hafa vaknað um staðfestu norrænu ríkjanna þegar hefðbundin þróunaraðstoð til lengri tíma litið, er annars vegar.

Til að bæta gráu ofan á svart hafa framlög til reksturs Sameinuðu þjóða-kerfisins og frjálsra félagasamtaka í þróunaraðstoð víða verið skorin niður.

Svo langt hefur þetta gengið að þekktur danskur fræðimaður skrifaði nýlega grein með fyrirsögninni “Endalok norrænnar þróunaraðstoðar.”

Dev Engberg„Áhersla Norðurlanda á langtíma þróunarsamvinnu kann að hafa liðið undir lok á gamlaárskvöld 2015,” skrifaði Lars Engberg Pedersen, háttsettur fræðimaður við Dönsku alþjóðamálastofnunina í grein á vefsíðunni Nordic development today. 

Þegar betur er að gáð er sú mynd sem Lars Engberg Pedersen dregur upp, ekki jafn svört og fyrirsögnin gefur til kynna.

Development2 Gunnar SalvarssonICEIDANorðurlöndin fimm eru eftir sem áður, og þrátt fyrir niðurskurð, áfram í hópi gjafmildustu ríkja á sviði opinberrar þróunarastoðar (ODA). Skandinavísku ríkin þrjú, Danmörk, Noregur og Svíþjóð eru á meðal eingöngu fimm ríkja sem hafa náð takmarki Sameinuðu þjóðanna um að verja 0.7% vergrar þjóðartekna til þróunaraðstoðar og gott betur því ríkin þrjú hafa náð einu prósenti. Danska stjórnin hefur hins vegar lýst yfir að hún ætli að lækka hlutfallið niður í 0.7%, en verður eftir sem áður í hópi rausnarlegustu ríkja.

Sumir halda því hins vegar fram að breytingar á útgjöldum innan fjárlagaliðarins „þróunarmál” sé jafnvel þyngri á metunum en niðurskurðurinn sjálfur. Með öðrum orðum að móttaka flóttamanna sé á kostnað hefðbundinnar þróunaraðstoðar.

„Við skulum vera þess minnug að Svíþjóð axlar langmesta ábyrgð af Evrópuríkjum, þegar miðað er við mótttöku flóttamanna á hvern íbúa,” segir Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar.Dev Löfven

„Og þennan alþjóðlega viðurkennda kost, er að finna í regluverki OECD,” bendir hann á og á þar við að telja má fram kostnað við mótttöku flóttamanna sem hluta af þróunaraðstoð. 

Enginn dregur í efa að forsætisráðherrann hefur rétt fyrir sér þegar hann bendir á þennan möguleika í reglum OECD, sem hefur af hálfu alþjóðsamfélagsins, séð um að reikna út alþjóðlega þróunaraðstoð og hvaða útgjöld teljist til hennar.

Ban Ki-moon, aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, hefur hins vegar gagnrýnt þessa aðferð og lagt áherslu á að fjármagna beri hvort tveggja umönnun flóttamanna og hælistleitenda í mótttökuríkjum og þróunarstarf til lengri tíma.

„Fjármögnun eins má ekki vera á kostnað hins,” sagði Ban í yfirlýsingu 15.nóvember 2015 þegar umræður um fjárlög stóðu sem hæst í mörgum þjóðþingum margra ríkja.

Dev refugees Rome„Það er mikil skammsýni og kann að skapa vítahring þegar dregið er úr þróunaraðstoð til að fjármagna mótttöku flóttamanna. Þessi sparnaður er á kostnað heilsugæslu, menntunar og tækifæra milljóna manna úr röðum þeirra sem höllustum fæti standa í öllum heimshornum.”

Daninn Mogens Lykketoft, forseti Allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna tekur í sama streng. Hann segir að aðstoð Dana við fátæk ríki hafi minnkað verulega. Hann bendir á að þegar kostnaður við mótttöku flóttamanna hafi verið dreginn frá, séu Danir aðeins að verja 0.4-0.5% af vergum þjóðartekjum til þróunaraðstoðar eða „aðeins helming þess sem við gerðum á tíunda áratugnum.”

development rasmussenLars Løkke Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur viðurkennir að Danir standi frammi fyrir miklum vanda. „Það er sannarlega kaldhæðnislegt að við notum nú það fé sem við vildum gjarnan verja til að hjálpa fátækasta fólki heims, í að kosta uppihald fólks sem leitar eftir hæli í Danmörku.

„Það ætti að vera okkur hvatning til þess að draga úr og koma stjórn á straum flóttamanna. Með því getum við greitt fyrir því að þróunaraðstoð okkar sé notuð út um víða veröld í stað okkar eigin flóttamannamiðstöðva.”

Fræðimaðurinn Lars Engberg Pedersen segir að niðurskurðurinn á þróunaraðstoð sé pínlegur nú þegar Sjálfbæru þróunarmarkmiðin hafi verið samþykkt á vettvangi Sameinuðu þjóðanna.

Sustainable Development Goals LOGO Icelandic 1„Nýsamþykktu Sjálfbæru þróunarmarkmiðin (SDGs) eru nánast norræn afurð. Þau rúma norræn gildi og áherslur og hafa verið færð Norðurlöndum á silfurbakka og þeim gefið tækifæri til að hafa enn frekari áhrif á alþjóðastjórnmál.”

Svo mikið er víst að Norðurlöndin fögnuðu samþykkt Sjálfbæru þróunarmarkmiðanna á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í september síðastiðnum.

„Við getum upprætt sárafátækt –og bjargað plánetunni, ef okkur auðnast að vinna saman,” sagði Erna Solberg, forsætisráðherra Noregs á leiðtogafundi aðildarríkja Sameinuðu þjóðanna.

En á sama tíma láta norrænu ríkin minna fé af hendi rakna í aðstoð sem berst fátæku ríkjunum, og seint verður sagt að móttaka hælistleitenda stuðli að sjálfbærri þróun.

LykketoftLykketoft, forseti Allsherjarþingsins segir að flóttamananstraumurinn verði eingöngu stöðvaður með því að reyna að binda enda á ófrið og „auka langtíma aðstoð við fátækustu ríki heims.”

„Annars sáum við fræjum enn meiri flóttamannastraums sem mun berast að ströndum næstu kynslóða vegna umhverfis- og loftslagsvár og auknum átökum sem þeim fylgja í heiminum,” skrifaði Lykketoft í janúarhefti fréttabréfs síns.

Dr. David Nabarro, sérstakur erindreki Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun er sammála. Hann sagði í tölvupósti til Norræna vefritsins:
„Þróunaraðstoð beinist að rótum þess vanda sem veldur því að fólk flosnar upp og leggur land undir fót. Að skera niður þróunarverkefni leiðir einungis til enn meiri straums farandfólks og flóttamanna á komandi árum. Við þurfum aukin fjárframlög til að standa straum af flóttamannavandanum.”Development Nabarro

Ban Ki-moon lagði einnig áherslu á að aðstoð við þurfandi fólk mætti ekki vera á kostnað sjálfbærrar þróunar í yfirlýsingu sinni 15.nóvember.

„Nú þegar við vinnum að því að hrinda í framkvæmd Áætlun 2030 um Sjálfbæra þróun, hvetur aðalframkvæmdastjórinn allar ríkisstjórnir til að auka alþjóðlega þróunarsamvinnu. Að hjálpa fólki í neyð er ekki a zero-sum game,“”sagði í yfirlýsingunni

(Greinin birtist fyrst í Norræna fréttabréfi UNRIC, sjá hér)

Myndir: 

1. Skólabörn í Malaví. Mynd: Gunnar Salvarsson/ÞSSÍ.
2. Auramotalo móttökustöð fyrir flóttamenn í Vantaa í Finnlandi. UN Photo/Eskinder Debebe
3. Lars Engberg Pedersen
4. Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar. UN Photo/Mark Garten
5. Víetnam. Mynd: Gunnar Salvarsson/ÞSSÍ.
6. Tenda Di Abramo móttökumiðstöð fyrri flóttamenn í Róm. UN Photo/Rick Bajornas
7. Lars Lökke Rasmussen og Ban Ki-moon. UN Photo/Eskinder Debebe
8. Mogens Lykketoft. UN Photo.
9. David Nabarro.UN Photo/Loey Felipe