Enga mismunun, takk!

0
552
zero discrimin

zero discrimin
1.mars 2016. Alnæmisstofnun Sameinuðu þjóðanna hvatti í dag alþjóðasamfélagið til að hafa sérkenni einstaklingsins í hávegum en í dag er Alþjóðlegur dagur engrar mismununar.

Tilgangur alþjóðadagsins er að vekja athygli á að öll samfélög hvar í heiminum sem þau eru, dafna og þrífast þökk sé margbreytileika mannlífsins.
Þeim dagsins í ár er „að skera sig úr” (Stand out). Fólk er hvatt til þess að virða og færa sér í nyt fjölbreytni og viðurkenna ólíka hæfileika hvers einstaklings, enda auðgar slíkt og eflir einstök samfélög.

„Á degi engrar mismununar, hvetjum við til þess að fólk skeri sig úr og snúi bökum saman til varnar réttinum til að lífa án smánar og mismununar,“ segir Michel Sidibé, forstjóri UNAIDS, Alnæmisstofnunar Sameinuðu þjóðanna.  

„Með því að fagna fjölbreytileika, umsköpum við framtíðina.“

Mismunun er engu að síður útbreidd, ýmist vegna kyns, þjóðernis, aldurs, uppruna, kynhneigðar eða trúarbragða. Í aðeins fjórum af hverjum tíu löndum i heiminum sækja jafnmargar stúlkur og drengir framhaldsskóla og í 75 ríkjum er kynferðissamband innan sama kyns refsivert.

„Þegar þeir sem standa höllustum fæti og eru á jaðri samfélagsins, sæta mismunun og ofsóknum, líðum við öll fyrir það,“ segir Ban Ki-moon, aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna í ávarpi í tilefni dagsins. „Sameinuðu þjóðarnar hafa skuldbundið sig af krafti til að virða mannréttindi og virðingu allra.“