Engar reglur um heimsviðskipti með vopn

0
504

171671-smallarms

19. mars 2013. Ban Ki-moon, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna hvetur fulltrúa á Ráðstefnu samtakanna um viðskipti með vopn í heiminum til að leita allra leiða til að ná samkomulagi

áður en henni lýkur 28. mars næstkomandi. Ráðstefnunni er ætlað að samþykkja reglur um viðskipti með hefðbundin vopn í heiminum.
Viðræður um vopnaviðskiptasáttmála hófust 2006 en Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna hefur ákveðið að freista skuli þess að ná samkomulagi í eitt skipti fyrir öll á níu daga ráðstefnunni sem hófst á mánudag (18. mars)  í New York. Viðræður runnu út í sandinn í júli á síðasta ári, en Ban Ki-moon, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna sagði að þótt það hefði verið vonbrigði, hefði talsverður árangur náðst sem hægt væri að byggja á.

 

Í ræðu sinni á ráðstefnunni benti ban á að alþjóðlegar reglur gilti um allt frá tebollum til tómata og spurði hverju það sætti að almennar reglur og viðmið hefðu verið samþykkt um “viðskipti með hægindastóla í heiminum en ekki með viðskipti með vopn.”
Öflugur samningur um vopnaviðskipti mun þrengja að stríðsherrum, sjóræningjum, skipulagðri glæpastarsemi, hryðjuverkamönnum, vopnasmyglurum og þeim sem fremja mannréttindabrot, sagðiBan.
Útflutningsríkjum vopna yrði gert að meta hættuna á því að vopn yrðu notuð til að brjóta mannúðarlög eða ýta undir átök.

Ban benti á að vopnuð átök kostuðu meir en hálfa milljón manna lífið á ári, þar á meðal 66 þúsund konur og stúlkur.
“Við skuldum þeim sem fallið hafa í vopnuðum átökum og ofbeldisverkum að ganga frá þessum sáttmála auk barnanna sem svipt hafa verið bjartri framtíð og þeirra sem hætt hafa lífi sínu í þágu friðar og betri heims,” sagði Ban.