Enginn samningur um vopnaviðskipti

0
493

Kongó

28.júlí 2012. Aðildarríkjum Sameinuðu þjóðanna tókst ekki að komast að samkomulagi um nýjan sáttmála sem var ætlað að setja reglur um viðskipti með hefðbundin vopn. Fjögurra vikna ráðstefnu um nýja Vopnaviðskiptasáttmálann (ATT) lauk á föstudag (27. júlí) án samkomulags.
Öll 193 aðildarríki sátu við samningaborðið og var litið á ráðstefnuna sem viðamestu tilraun innan Sameinuðu þjóðanna til þessa, til að setja reglur um vopnaviðskipti. Að sögn fjölmiðla gáfu nokkur ríki til kynna að þau þyrftu meiri tíma til að brjóta þessi málefni til mergjar.
Framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna Ban Ki-moon sagði að þessi niðurstaða væri “skref aftur á bak.”

 “Ég er vonsvikinn. Það er áfall að þrátt fyrir margra ára viðleitni aðildarríkja og borgaralegs samfélags, skuli ráðstefnunni ekki hafa tekist ætlunarverk sitt að ljúka hinum langþráða vopnaviðskiptasáttmála,” sagði Ban.  

Við árslok 2010 voru 27 og hálf milljón manna á vergangi innan landamæra heimalanda sinna af völdum styrjaldarátaka auk milljóna sem flúið höfðu land. Í mörgum tilfellum má rekja þau átök sem fólkið flýði til auðvelds aðgengis að vopnum.  
Þrátt fyrir árangursleysið segist Ban vongóður um að vopnaviðskipta-ferlinu sé ekki lokið, því aðildarríkin hefðu samþykkt að halda viðleitni sinni áfram til að ná þessu “göfuga markmiði.”

  “Með öflugum sáttmála væri að hægt að komast hjá mannlegum kostnaði stjórnlausra alþjóðlegra vopnaviðskipta, “ segir framkvæmdastjórinn. “Sáttmáli myndi efla Sameinuðu þjóðirnar í viðleitni til að hafa taumhald á útbreiðslu vopna.”

Mynd: Sama dag og Vopnaráðstefnunni lauk flúðu þessir Kongóbúar átök á millli uppreisnarmanna M23 hópsins og stjórnarhers Kongó á Rutshuro svæðunum í austurhluta Kongó nærri borginni Goma. SÞ-mynd: Sylvain Liechti.