Erindreki Sameinuðu þjóðanna í fátækustu ríkjum heims fagnar aukinni rausn iðnríkja

0
554

Anwarul K. Chowdhury, fulltrúi SÞ fyrir vanþróuðustu ríkin,landlukt þróunarríki og vanþróaðar smáeyjar (the High Representative for the Least Developed Countries, Landlocked Developing Countries and Small Island Developing States), gaf í gær út yfirlýsingu í kjölfar nýrra talna frá Efnahagssamvinnu- og framfarastofnun Evrópu (OECD).  


“Við fögnum áframhaldandi aukningu aðstoðar sem er lykilatriði í tilraunum til að vinna þessi ríki upp úr fátækt” sagði hr. Chowdhury.  
Chowdhury lét engu að síður í ljós áhyggjur sínar af því að einungis sjö af ríkustu þjóðum heims hefðu náð því markmiði sem samþykkt var í Brussel-aðgerðaáætluninni að verja 0.15 til 0.2% af þjóðartekjum í aðstoð við fátækustu ríkin (LDC-hópinn).