ESB hefur snúið baki við Grikkjum

0
474
Greece

Greece
17. maí 2016. Mannréttindasérfræðingur á vegum Sameinuðu þjóðanna hefur sakað Evrópusambandið og aðildarríki þess um að hafa snúið baki við Grikkjum og flóttamannavandanum sem þeir glíma við.

François Crépeau, sérfræðingur á sviði mannréttinda farandfólks á vegum Sameinuðu þjóðanna sagði að lokinni vettvangsrannsókn í Grikklandi að rekja mætti þjáningar farandfólks í landinu til algjörs skorts á langtíma hugsun og pólitísks vilja af hálfu Evrópusambandins.

„Þetta er ekki vandamál af mannúðartoga,” segir Crépeau. „Þetta er pólítisk krísa vegna þess að Evrópusambandið og langstærstur hluti aðildarríkja þess hefur snúið baki við Grikkjum, og skilið þá eina eftir í glímu við vanda sem krefst sameiginlegra aðgerða allra, á sama tíma og fjárhagskreppa sligar landið.”

Crépeau heimsótti Idomeni, Lesbos og Samos og vakti fjöldi barna athygli hans. „Það er óásættanlegt að börn séu látin sæta varðhaldi, slíkt getur aldrei verið í þágu barns.” Hann hvatti grísk yfirvöld til að koma með tillögur til úrbóta sem kæmu í staðinn fyrir að börn væru í varðhaldi.