ESB taki við 200 þúsund

0
430
Children Migrants

Children Migrants

4.september 2015. Flóttamannastjóri Sameinuðu þjóðanna hvetur Evrópusambandið til að samþykkja áætlun um að skipta 200 þúsund flóttamönnum á milli aðildarríkja sinna.

Flóttamannastjórinn, António Guterres, segir í yfirlýsingu að hér sé “fyrst og fremst um flóttamannavanda að ræða, ekki málefni fólks sem flytur búferlum. Langflestir þeirra sem komið hafa til Grikklands, koma frá átakasvæum á borð við Sýrland, Írak og Afganistan og eru að reyna að bjarga lífi sínu.”

Hann segir að “ekkert ríki geti staðið eitt og sér og ekkert ríki geti skotist undan þátttöku…Evrópusambandið er komið að vatnaskilum og því er nauðugur einn kostur að beita öllum tiltækum ráðum til að leysa vandann.”

Guteress hvetur til þess að samþykkt verði “umfangsmikil áætlun um flutning flóttamanna með skyldu-aðild allra aðildarríkja Evrópusambandsins.”
„Bráðabirgðakönnun okkar leiðir í ljós að þörf er á að flytja allt að 200 þúsund manns. Þetta er aðeins hægt ef það helst í hendur við að komið sé upp fullnægjandi mótttökustöðvum sérstaklega í Grikklandi. Samstaða getur ekki verið eingöngu á ábyrgð sumra ESB ríkja,“segir Guterres í yfirlýsingu sinni.

Mynd af drukknuðum sýrlenskum dreng á flótta á tyrkneskri strönd hefur vakið mikinn óhug. Anthony Lake, forstjori UNICEF, Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna segir af þessu tilefni: „Það er ekki nóg að heimsbyggðin sé snortin yfir þessum myndum. Slíkt verður að leiða til aðgerða.“