Evrópuvika gegn sóun matvæla

0
591
foodwaste7

foodwaste7

27. nóvember 2014. Meir en hundrað tonnum matvæla er sóað árlega í ríkjum Evrópusambandsins. Nú stendur yfir Evrópuvika til að draga úr sóun (24.-30.nóvember) og er að þessu sinni beint sjónum að matvælum.

Evrópuvikan snýst fyrst og fremst um að vekja fólk til vitundar um málefnið en ef svo heldur áfram sem horfir mun sóunin aukast í 126 milljónir árið 2020. Alls er vitað um 12 þúsund einstakar aðgerðir í ríkjunum 28 þessa vikuna.

Þetta eru helstu upplýsingar sem íbúum Evrópusambandsríkjanna hafa verið kynntar í þessari vikjulöngu herferð:

  • Talið er að 15-20% sóunar matvæla megi rekja til misskilnings neytenda á dagsetningum (best fyrir, notist fyrir).Foodwasteweek
  • Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur lagt fram frumvarp til laga um að aðildarríki Evrópusambandsins minnki sóun matvæla um 30% fyrir árið 2025
  • 28% af því svæði sem landbúnaður nýtir á ári, er notaður til að framleiða mat sem er sóað.
  • Heildar magn vatns sem notað er til að framleiða mat sem sóað er, er álíka og streymi Volgu, stærstu ár Evrópu og þrisvar sinnum vatnsmagn Genfarvatns.
  • 157 milljónir tonna matvæla sparast ef markmiðið um að minnka sóun matvæla innan Evrópusambandsins 2016-2025, næst. 
  • Spara mætti andvirði 317 milljarða evra (virði sóaðra matvæla) ef markmiðið um að minnka sóun matvæla um 30% innan Evrópusambandsins 2016-2025, næst.
  • Nota mætti 21,500 ferkílómetrar lands (álíka og Slóvenía) til annara hluta ef markmiðið næst um að draga úr sóun matvæla um 30% innan Evrópusambandsins á árabilinu 2016-2025.
  • Vissir þú að til þess að lengja líf matarins fram yfir síðasta söludag, getur þú skellt honum í frysti, tekið svo út og afþýtt og notað innan sólarhrings?
  • Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins tekur þetta vandamál mjög alvarlega enda til margs að vinna. Að draga úr sóun sparar ekki aðeins fé heldur dregur einnig úr umhverfisáhrifum matvælaframleiðslu og neyslu. Framkvæmdastjórnin gaf út árið 2011 Vegvísi um skilvirka notkun auðlinda og þar er sérstaklega bent á að hægt sé að ná árangri með matvæli og hvatt til metnaðargjarnra aðgerða til að draga úr sóun matvæla. Roadmap to a resource-efficient Europe